Árstíðabundin flensa er að ganga og kvefpestar, auk COVID19 veirunnar. Við viljum hvetja nemendur til að vera heima ef þeir eru veikir og hafa samband við heilsugæsluna sína ef þeir finna flensueinkennin sem lýst er á vef Landlæknis. Veikindatilkynningar fara fram í gegnum Innu bæði fyrir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára og fyrir nemendur sem eru orðnir 18 ára ( við höfum bætt því við í ljósi aðstæðna). Við hvetjum ykkur til að hugsa fyrst og fremst um heilsuna og ekki koma veik í skólann, hver svo sem veikindin eru. Við munum færa inn veikindi smá saman eftir því sem okkur tekst að komast í verkefnið og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að veikindi þessa daga verði ekki skrá ef þið hafið skráð þau í INNU.