01.09.2014
Síðastliðinn föstudag lögðu um 200 nýnemar Menntaskólans við Hamrahlíð upp í ferð
á Stokkseyri. Áður en farið var af höfuðborgarsvæðinu gróðursettu nýnemarnir birkiplöntur í landnemareit MH í
Heiðmörk.
Dagskráin á Stokkseyri var í höndum nemendastjórnar MH og var það mál manna að hún hefði skilað góðu
verki. Með í för voru einnig fjórir kennarar þau Stefán Á. Guðmundsson, Halldóra Björt Ewen, Guðmundur
Arnlaugsson og Harpa Hafsteinsdóttir.
Ferðin tókst vel og nemendur skólans voru sjálfum sér og skólanum til sóma.