Það er mikið líf og fjör í skólanum í dag enda fyrsti kennsludagur vorannar 2022 hafinn. Það er gaman að sjá glöð grímuklædd andlit nemenda að springa af spenningi að mæta í fyrsta tímann og hitta kennara og samnemendur. Við vonum að þetta gangi vel og að skóladagarnir verði margir og góðir. Við uppfærum heimasíðuna reglulega og setjum inn allar nýjustu upplýsingar svo allir viti sem best hvað er að gerast í MH. Hér á forsíðunni er hnappur sem heitir Kennsla í Covid-19 og geymir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi sóttvarnir og Covid-19. Undir Skólinn, Nemendur og forráðamenn er hlekkur sem geymir alla pósta sem frá okkur fara til allra nemenda eins og sá sem fór út í morgun. Þar má t.d. finna upptöku af ávarpi rektors síðan í morgun. Gleðilega önn.