Vikuna 23.-30. september fer fram Íþróttavika Evrópu þar sem markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi á meðal almennings. Í MH göngum við og hjólum í skólann auk þess að stunda ýmsa aðra hreyfingu. Við hvetjum nemendur og starfsfólk skólans til að taka þátt í íþróttavikunni og stunda hreyfingu til frambúðar.
ÍSÍ stendur fyrir verkefninu Göngum í skólann sem stendur til 2. október. Ennþá er hægt að skrá sig til leiks og nánari upplýsingar má finna hér.
Fjölbreyttir viðburðir eru í boði um allt höfuðborgarsvæðið alla vikuna og hvetjum við ykkur til að taka þátt. Nánari upplýsingar er að finna inn á viðburðasíðu BeActive.