Viðurkenning

Guðrún Kvaran, Valgerður Garðarsdóttir og aðrir verðlaunahafar
Guðrún Kvaran, Valgerður Garðarsdóttir og aðrir verðlaunahafar
Á málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í gær var sérstaklega fjallað um íslensku sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi. Þar afhenti Guðrún Kvaran, formaður íslendrar málnefndar, þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir árangursríkt starf á þessu sviði. Meðal þeirra var Valgerður Garðarsdóttir sem tók við viðurkenningu vegna starfs hennar, Þóreyjar Torfadóttur og annarra hér á bæ í þágu umrædds nemendahóps, ekki síst vegna þeirrar séraðstoðar utan kennslustunda sem viðkomandi nemendum gefst kostur á. Frétt mbl.is