Vorvítamín kórs Menntaskólans við Hamrahlíð
18.04.2018
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur sína árlegu vorannartónleika á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl kl.14:00, í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Flutt verða kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Hansruedi Willisegger og Hreiðar Inga. Einnig hljóma madrígalar eftir Orlando di Lasso og útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Árna Harðarson, Jón Ásgeirsson og Róbert A. Ottósson. Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi. Aðgangur er ókeypis. Veitingar verða til sölu að tónleikum loknum en ágóði af sölu þeirra rennur í ferðasjóð kórsins. |
|