Fréttir

Sumartími

Frá og með mánudeginum 7. júní verður skrifstofa skólans opin alla virka daga vikunnar frá kl. 9:00 til 15:00. Þessa dagana er verið að afgreiða umsóknir eldri nemenda um inngöngu í MH og eiga nemendur að geta fylgst með stöðu umsókna á Menntagátt.

Vorferð starfsfólks MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð verður lokaður frá og með kl. 13:00 í dag, vegna vorferðar starfsfólks. Skólinn opnar aftur á morgun og verður skrifstofan opin frá kl. 9:00 á morgun miðvikudag.

Brautskráning 28. maí

Erlent samstarf

Nemendur og kennarar í Erasmus + verkefninu DEMOS (Developing Democratic Sustainability) skelltu sér á Selfoss og Þingvelli í dag. Ferðin gekk mjög vel og er hópurinn bæði fróðari og þéttari eftir ferðina.

Brautskráning 28. maí kl. 13:00 / Graduation May 28th at 13:00

Brautskráning verður föstudaginn 28. maí kl. 13:00. Athöfninni verður streymt þar sem ekki er unnt að hafa gesti. Vefslóðin er https://livestream.com/accounts/15827392/events/9690025 Útskriftarefni eru hvött til að mæta tímanlega í hús en fundur verður haldinn með útskriftarefnum á TEAMS fimmtudaginn 27. maí kl. 18:00.

Staðfestingardagur og prófsýning

Prófum er lokið og einkunnir verða birtar í Innu eftir kl. 16:00 fimmtudaginn 20. maí. Upplýsingar um staðfestingardag og prófsýningu má finna hér á heimasíðunni. Nemendur geta sent umsjónarkennurum sínum tölvupóst ef þeir þurfa aðstoð við valið. Allar upplýsingar um áfangaframboð og staðfestingu er hægt að finna hér á heimasíðunni.

Síðasta próf

Í dag var prófað í sögu og var þetta líka síðasti prófdagurinn skv. próftöflu. Eftir kl. 16:00, miðvikudaginn 19. maí mun Pálmi áfangastjóri hringa í þau stúdentsefni sem gekk ekki nógu vel og láta vita ef möguleiki verður á endurtektarprófi. Vonum að sem fæstir fái það símtal. Opnað verður fyrir einkunnir eftir kl. 16 fimmtudaginn 20. maí og þá geta nemendur einnig staðfest valið sitt fyrir haustönnina. Prófsýning verður milli 10 og 12 föstudaginn 21. maí.

„Opnið Augað og bergið á ljósavatninu“

Fyrsti prófdagur

Í dag er fyrsti prófdagur og erum við mjög spennt að fá loksins að halda lokapróf í MH. Lokapróf hafa ekki verið í húsi undanfarnar annir svo það ríkir mikil spenna í loftinu. Fyrsta prófið er spænskupróf og spænskukennarar eru meira en tilbúnir að taka á móti nemendum í próf. Spænsku prófin eru Innupróf sem nemendur taka í MH. Gangi ykkur vel - Buena suerte.

Dimission

í dag er dimission hjá útskriftarefnum vorannar 2021. Dimission hefur legið niðri síðustu annir en í dag ætlum við að gera okkar besta til að njóta dagsins og leyfa útskriftarefnum að kveðja skólann. Þórunn Arna og Ásta mættu upp á skrifstofu klæddar sem keppendur í þekktri matreiðslukeppni og hver veit hvað þær gera í þeim efnum eftir úskrift. Við vonum að útskrifarefnin okkar eigi góðan dag og njóti hans með sóttvarnarreglur að leiðarljósi. Góða skemmtun.