01.05.2020
Fyrsti prófdagur er mánudagurinn 4. maí. Á Miðgarði verða kennarar í aðeins öðruvísi yfirsetu en vanalega þar sem próftakar eru ekki á staðnum. Búið er að raða upp borðum fyrir kennara þannig að allir sitja saman, með hóflegt bili á milli, og fylgjast með og leiðbeina nemendum ef eitthvað kemur upp á. Prófstjóri og námsráðgjafar verða einnig tilbúin að aðstoða ef þarf. Kæru nemendur gangi ykkur sem best í prófunum.
28.04.2020
Skiptiborð skrifstofu er opið 29.-30. apríl en 4. maí verður hefðbundinn opnunartími á skrifstofunni. Bókasafnið verður opið 08:00-16:00 alla virka daga og er rými fyrir 36 nemendur í sæti en gætt er að 2m reglunni um fjarlægð milli sæta. Náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta er opin en panta þarf tíma í tölvupósti fyrir viðtal. Sama gildir um þá sem vilja ná tali af stjórnendum og er best að senda tölvupóst vegna óska um viðtal.
Nemendur eiga að nota aðalinngang skólans (Hamrahlíðarmegin, rafmagnshurðir) sem er opinn milli 08:00-16:15.
27.04.2020
Búið er að setja fram og samræma reglur sem tengjast námi nemenda í MH og eru kallaðar Akademísk heilindi. Fyrirmyndin kemur úr IB náminu og eru reglurnar komnar á heimasíðuna. Vísað verður í þessar reglur varðandi prófin núna í vor og eiga nemendur að lesa þær vel og tileinka sér. Næsta haust verða Akademísku heildindin tekin fyrir í lífsleikni nýnema til að tryggja að allir nemendur þekki þau. Undir prófreglur er hægt að lesa útdrátt úr akademísku heilindunum sem tengjast prófum og próftöku.
18.04.2020
Próftaflan er komin á vefinn og þurfa nemendur að skoða hana vel. Kennarar munu gefa allar nánari upplýsingar þegar nær dregur og bréf hefur verið sent til allra frá prófstjóra MH um breytt fyrirkomulag þetta vorið.
16.04.2020
Það hefur verið ákveðið að öll lokapróf í MH verða ekki í húsi að þessu sinni. Lokaprófin verða því rafræn og fara fram í INNU. Kennarar einstakra áfanga munu tilkynna um fyrirkomulag lokaprófa og endanleg próftafla ætti að vera birt um næstu helgi. Nánar má lesa um þetta í bréfi sem rektor sendi út í dag.
14.04.2020
Skrifstofa skólans er lokuð á meðan samkomubann er í gildi.
Hægt er að senda póst á mh@mh.is en tölvupósturinn er vaktaður alla virka daga milli 8:30-15:30.
The school office will be closed while the gathering ban is in place.
For assistance, you can send an email to mh@mh.is this account will be monitored from 8:30 to 15:30 weekdays.
03.04.2020
Nú hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí. Það þýðir að nemendur mæta ekki aftur í skólann í hefðbundna kennslu heldur verður áfram kennt með sama sniði og síðustu þrjár vikur. Síðasti kennsludagur vorannar er 30. apríl og lokapróf eru áætluð 4.-18. maí. Kennarar munu ákveða hvernig námsmati verður háttað og kynna það innan hvers áfanga á næstu dögum. Nemendur þurfa að vera viðbúnir því að námsmat áfanga verði endurskoðað í ljósi aðstæðna, þ.e. vægi námsþátta og fyrirkomulag námsmats. Prófstjóri mun uppfæra próftöflu í samræmi við breytingar. IB-stallari mun senda IB-nemendum nánari upplýsingar.
Við vonum að nemendur getið nýtt páskana til uppbyggilegra verka bæði á sál og líkama. Gleðilega páska.
01.04.2020
Þessa dagana mæta nemendur í MH í kennslustundir á netinu en ekki í skólann. Nemendur í japönsku fóru á netfund í gær með nemendum frá Japan. Í pósti frá Yayoi Mizaguchi japönskukennara í MH kemur eftirfarandi fram. "Some students from Japanska BB & DD joined online conference to discuss Sustainable Development Goals today. The presenters of this conference were from Kanazawa University Senior High School, http://partner.ed.kanazawa-u.ac.jp/kfshs/. The students enjoyed it a lot and joined the discussion about Drama Education and Fair Trade." Já það eru engin landamæri þegar netfundir eru annars vegar.