22.06.2018
Skrifstofan verður opnuð miðvikudaginn 8. ágúst kl. 10:00.
14.06.2018
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur lokið úrvinnslu umsókna 10. bekkinga. Um leið og miðlægri úrvinnslu umsókna lýkur hjá Menntamálastofnun og öllum umsækjendum hefur verið tryggð skólavist munu umsækjendur sjá stöðu umsókna inn á menntagatt.is
Þegar Menntamálastofnun gefur skólanum leyfi til að senda út svör (væntanlega eftir 18. júní) þá munu samþykktir umsækjendur fá tölvupóst og forráðamenn fá greiðsluseðil innritunargjalda í heimabanka. Greiðsla innritunargjalda er staðfesting á skólavist.
Að svo stöddu mun skólinn því ekki veita nein svör um stöðu einstakra umsókna.
13.06.2018
Mánudaginn 11. júní bauð franski sendiherrann til móttöku í sendiherrabústaðnum við Skálholtsstíg. Tilefni boðsins var að verðlauna þá nemendur í framhaldsskólum sem stóðu sig afburða vel í frönsku á stúdentsprófi. Tveir nemendur úr MH voru boðnir í móttökuna, þær Diljá Þorbjargardóttir og Ásdís Sól Ágústsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!