Fréttir

Opnun skrifstofu MH

Skrifstofa MH opnaði 6. ágúst og er opin frá 9:00-15:00 til og með 12. ágúst. Frá og með 13. ágúst verður hefðbundinn opnunartími, þ.e. frá 8:30-15:30.

MH-ingum fjölgar

Í dag bættust rúmlega 270 nemendur við MH-stórfjölskylduna. Til hamingju með daginn MH-ingar og sjáumst á kynningunni 18. ágúst.

Opnunartími skrifstofu

Dagana 15.-23. júní er opnunartími skrifstofu 9:00-15:00. Skrifstofan lokar frá og með 24. júní og opnar aftur 6. ágúst. Inna er lokuð hjá nemendum fram í ágúst. Við óskum nemendum og starfsfólki gleðilegs sumars.

MH hlýtur jafnlaunavottun

Jafnlaunakerfi MH hefur hlotið vottun frá vottunarstofunni iCert og í kjölfarið hefur Jafnréttisstofa veitt MH heimild til að nota Jafnlaunamerkið. Þetta þýðir að jafnlaunakerfi MH uppfyllir kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfi MH byggir á launa- og jafnlaunastefnu skólans. Markmið skólans er að starfsfólk óháð kyni njóti sömu launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.