Fréttir

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 13. nóvember.

Að gefnu tilefni

Enn er ekki ljóst hver tók upp á því á dögunum að teikna typpi sem beint var að andlitsmynd nafngreindrar kennslukonu hér við skólann á miða sem auðkennir pósthólf viðkomandi. Hér er um kynbundið áreiti að ræða sem hlýtur að vera okkur öllum áminning um mikilvægi virkrar jafnréttisáætlunar í skólanum og að við séum sívökul í þessum efnum. Jafnréttisáætlun MH kveður meðal annars á um að kynbundin mismunun og kynbundið ofbeldi eða áreiti sé ekki liðið. Sem betur fer hefur margt áunnist og í skólanum fer fram fræðsla og opinská umræða um þessi mál, meðal annars undir merkjum feminisma og kynjafræði. Gerandinn í þessu máli á sitthvað ólært en fréttir vonandi af þessari frétt og sér að sér.

Valvika 6.- 9. október 2016 - Course selection for spring term

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2016 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 6.- 9. október.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans undir:  upplýsingar um val – áfangar og skoða ”áfanga í boði”, ”Leiðbeiningar fyrir val”  til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að velja í fyrsta skipti undir:Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. Athugið að fara þarf inn í eldri hluta Innu til þess að velja. It is high time to select courses for the spring term 2016 Starting october the 6th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Friday March 9th. Áfangaframboð /available courses for the next term are now to be seen on our homepage. Guide to course selection in IB.