Fréttir

Skólasetning og upphaf kennslu 19. ágúst

Skólaárið 2024-2025 hefst með skólasetningu rektors á Miklagarði kl. 8:20 mánudaginn 19. ágúst. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Nýnemar í MH

Nýnemar mættu í MH í dag og var gaman að líta yfir hópinn og sjá hversu spennt þau voru að byrja í framhaldsskóla. Rektor hélt ræðu á sal og bauð þau velkomin og svo fóru allir í stofur með sínum umsjónarkennara. Nemendur í stjórn NFMH sóttu svo alla hópana og sýndu þeim skólann og sögðu frá helstu kennileitum. Gangan endaði svo í Norðurkjallara þar sem boðið var upp á hressingu. Takk fyrir daginn og sjáumst á mánudaginn þegar skólasetning verður kl. 8:20. Kennsla hefst í beinu framhaldi af henni. Gleðilega önn

Stundatöflur haustannar

Stundatöflur eru tilbúnar í Innu og opnast Inna eftir kl. 16:00 hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Nemendur sem voru í MH á síðustu vorönn geta gert töflubreytingar í gegnum Innu til og með föstudeginum 16. ágúst. Eftir það fara töflubreytingar fram hjá námstjórum. Aðrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla eða öðrum framhaldsskólum, geta komið í MH og hitt námstjóra ef þeir telja sig þurfa breytingar á stundatöflunni. Námstjórar verða við milli kl. 10 og 14 þriðjudaginn 13. ágúst og miðvikudaginn 14. ágúst. Allir nýir MH-ingar eru boðaðir í skólann fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13:00.