04.10.2016
Foreldraráð þakkar ágæta mætingu 4. október og hér má lesa fundargerðina.Frá foreldraráði:
Kæru
foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur
foreldraráðs MH verður haldinn þriðjudaginn 4. október kl. 20-21:30 í stofu 11.
Á dagskrá
fundarins verður kynning á hlutverki og markmið foreldraráðs MH. Fríður
náms- og starfsráðgjafi og forvarnarfulltrúi, Andrea skólahjúkrunarfræðingur og
Bóas sálfræðingur munu kynna stoðþjónustu skólans. Boðið verður upp
á köku og kaffi og við fáum tækifæri til þess að spjalla saman. Að lokum mun
Fríður leiða okkur um skólann þar sem við fáum tækifæri til þess að kynnast hvernig
vinnustaður barnanna okkar lítur út að innan.
Við hvetjum alla
foreldra og forráðamenn til að mæta. Fyrir hönd
foreldraráðsins, Helga Viðarsdóttir.
25.09.2016
Sunnudaginn 25. september verður haldið Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta rektors skólans. Mótið er á Miklagarði, hátíðarsal skólans, og er haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Skákmótið hefst kl. 14:00 og er öllum áhugasömum boðið að koma og fylgjast með!
23.09.2016
Kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka
voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og
óvæntar uppákomur þegar minnst varir.
Kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði.
Ávarp rektors Lárusar H. Bjarnasonar.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt rekur byggingasögu skólans í máli og myndum
Wincie Jóhannsdóttir kennari og leiðsögumaður segir frá MH.
Skólinn minn - Eiríkur Tómasson fulltrúi fyrsta árgangs skólans og Katrín Helga Ólafsdóttir nýstúdent ræða saman um skólann sinn.
Sagt verður frá undirbúningi að stofnun nemendasambands Menntaskólans við Hamrahlíð.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur á flygilinn sem hún vígði á fyrsta starfsári skólans.
Gjöf frá fyrsta árgangi MH og fyrrverandi- og núverandi starfsmönnum skólans afhjúpuð á Miðgarði.
Kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.
kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman
strengi og desibel. Fram koma Ragnheiður Gröndal, Pjetur og
Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara Eldjárn, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri
Helgason, Högni Egilsson, Páll Óskar og MH-húsbandið.
16.09.2016
Í vikunni 19. - 23. september brjótum við upp
hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga
þessa viku og þá í lengdan langan tíma. Í tilefni 50 ára afmælis skólans
verður þetta kerfi aðeins brotið upp og í samráði við kennara gefst nemendum
möguleiki á því að mæta á fyrirlestra í boði fyrrum nemenda skólans. Nemendur staðfesta þátttöku í fyrirlestri/viðburði með því að skila miðum í hólf kennara. Fyrirlestradagskrá - Aftur til framtíðar má nálgast hér og stofur sjást hér á skólaskjá. Hver hópur í áfanga er því annað hvort í:
einum löngum
tíma 2 ½ klst. (byrjar 8:30 eða 13:30) og einum fyrirlestri/viðburði eða
einum löngum
tíma í 3 ½ klst. (byrjar 8:30 eða 12:30).
Tími
MÁN
ÞRI
MIÐ
FIM
FÖS
8:30
til
11:00
Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10
Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10
Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10
Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10
11:15
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
12:00
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
12:45
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar
13:30
til
16:00
Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15
Kennari og stofa skv. tíma kl.14:15
Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15
Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15
KL. 20:00 Leiktu þér enn
eða hvað?
KL. 20:30
Hamraskáldin
23.09.2016
19. - 23. september. Fyrirlestraröð þar sem fyrrverandi nemendur MH sem hafa getið sér gott orð á ýmsum sviðum þjóðlífsins snúa aftur í skólann og deila þekkingu sinni með núverandi nemendum skólans og öllum sem heyra vilja. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Smellið hér til þess að sjá yfirlit yfir alla dagana
12.09.2016
Haldið verður upp á 50 ára afmæli skólans frá mánudeginum 19. september til sunnudags 25. september. Ýmislegt verður sér til gamans gert og er aðgangur að öllum viðburðum öllum opinn. Nánari upplýsingar verða birtar á næstunni hér á heimasíðunni en gamlir og nýir MH-ingar eru auk þess hvattir til þess að láta sér líka við fésbókarsíðu afmælisins.English version Dagskrá:
Mánudagur 19.sept - föstudags 23. sept Aftur til framtíðar - dagskrá hádegisfyrirlestra í boði fyrrum nemenda. Gamlir MH-ingar eru hvattir til að taka að minnsta kosti eitt hádegi frá í vikunni til að hlusta á fróðleg erindi í boði eldri MH-inga og prófa að verða nemendur á ný. Dagskrá væntanleg.
Miðvikudagur 21.sept kl. 20:00 Leiktu þér meira! Rifjuð upp leiklistarsaga MH og keppt í spuna og stuði. Manst þú eftir Gísl eða Rocky Horror með Palla?
Fimmtudagur 22. sept kl. 20:30 Hamraskáldin góðu. Rithöfundar úr hópi fyrrum nemenda skólans lesa úr verkum sínum í Norðurkjallara. Meðal þeirra sem lesa Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Bryndís Björgvinsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir.
Föstudagur 23. sept kl 11:45 Hádegistónleikar. þar sem Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir þverflautuleikari, Guðrún Dalía píanóleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari snúa aftur að gamla góða flyglinum og gleðja hlustir á Miklagarði.
Laugardagur 24. september - afmælisdagurinn sjálfur:
kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og óvæntar uppákomur þegar minnst varir.
kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði.
kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.
kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman strengi og desibel. Fram koma Húsbandið, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri Helgason, Högni Egilsson og Páll Óskar.
Sunnudagur 25. september kl 13 Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta rektors skólans, haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2 og er mótið öllum opið. Skráning fer fram á www.skak.is.
Allir velkomnir!