29.12.2023
Stundatöflur eru sýnilegar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin og opnað hefur verið fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum.
Fyrsti kennsludagurinn er föstudagurinn 5. janúar skv. stundatöflu. Nánar má lesa um skólabyrjun fyrir nýnema vorannar og fyrir eldri MH-inga, hér á heimasíðunni undir skólinn / tölvupóstar til nemenda.
22.12.2023
Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 22. desember til og með 1. janúar 2024. Þann 2. janúar verður skrifstofan opin frá 10:00-15:30 en frá og með 3. janúar er hefðbundinn opnunartími.
Nýnemar vorannar koma í skólann 3. janúar kl. 13:00 en kennsla hefst föstudaginn 5. janúar kl. 8:20 skv. stundaskrá. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni þegar nær dregur.
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum öllum gleðilegra jóla.
21.12.2023
Brautskráðir voru 82 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fjórum námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 59 nemendur, 10 af náttúrufræðibraut, 10 af félagsfræðabraut og 4 af málabraut. Alls voru 4 nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Jakob Bjarni Ingason, stúdent af félagsfræðabraut, með 9,63 í meðaleinkunn. Semidúx var Helga Þórdís Benediktsdóttir sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,49 í meðaleinkunn. Helga Þórdís hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í eðlisfræði og spænsku auk viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði frá Íslenska stærðfræðafélaginu.
18.12.2023
Prófum er lokið og einkunnir sýnilegar í Innu. Á morgun er staðfestingardagur þar sem nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína og farið yfir valið fyrir næstu önn. Umsjónarkennarar eru við milli klukkan 10:00-10:45 og má sjá staðsetningu þeirra hér á heimasíðunni.
Námsráðgjafar, námstjórar, áfangastjóri og konrektor verða einnig við, ykkur til aðstoðar. Einhverjir þurfa að gera breytingar miðað við gengi haustannar og hvetjum við ykkur öll til að skoða valið ykkar vel. Prófsýning er milli 11:15 og 12:15 í auglýstum stofum.
Eindagi skólagjalda er 21. desember.
15.12.2023
Í dag er síðasti prófdagur skv. próftöflu og eru nemendur í frönsku og eðlisfræði væntanleg í hús af því tilefni. Klukkan 14 í dag munu nemendur sem lært hafa þýsku í MH mæta í stofu 27 þar sem þýskudeildin stendur fyrir vinnustofu með þýskum söngvara að nafni Darius Zander.
04.12.2023
Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og er Menntaskólinn við Hamrahlíð upplýstur með fjólubláum kösturum til að sýna stuðning. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.
01.12.2023
Lokaprófin hefjast mánudaginn 4. desember skv. próftöflu. Fyrstu prófin eru enska og heimspeki og svo koma fögin koll af kolli. Nemendur sjá sína eigin próftöflu í Innu og þar kemur líka fram klukkan hvað prófin byrja. Passið vel upp á að lesa þetta vel svo þið missið ekki af prófi. Allir nemendur fengu tölvupóst í dag frá prófstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi próftökur í MH. Gangi ykkur sem best og munið að huga vel að hreyfingu, næringu og svefni á meðan á prófatímabili stendur.
01.12.2023
Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2023 og notuðu tilvonandi stúdentar tækifærið og kvöddu skólann sinn. Restina af deginum nota þau til að gera sér dagamun áður en prófatörnin hefst á mánudaginn. Góða skemmtun í dag og takk fyrir okkur.