Fréttir

Prófatímabilið 2. til 15. maí - Final exams

Próf hefjast þriðjudaginn 2. maí og standa til mánudagsins 15. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 595 5200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 6. maí kl. 10 – 14. Próftafla vorið 2017. Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum! Final exams start on May 2nd and end on May 15th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 595 5200) before 2 pm on the exam day at which time they will receive  information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.  The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and Saturday  May 6th from 10 am - 2 pm. Test table spring 2017. The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!

Innritun fyrir 10. - bekkinga stendur frá 4. maí til 9. júní og eldri nemenda frá 3. apríl til 31. maí.

  Innritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 4. mars til 9. júní. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.Innritunin allra fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH.

Saga af listaverki Ásmundar Sveinssonar í Útgarði MH

Bókasafnið fékk í morgun tölvupóst frá  Kevin Lawrence  með eftirfarandi fyrirspurn:„We are Canadian, visiting Reykjavik.  I have a picture of me and my brother sitting on a statue by Asmundar Sveinsson that we have been told is inside your school.  If possible we would like to look at it today before we leave.  Is that possible?  Do you recognize the statue?“ Með fylgdi mynd af þeim bræðrum í styttunni.Ásdís Hafstað forstöðumaður bókasafnsins svaraði Kevin og sagði að styttan væri hér í Útgarði og bauð hann velkomin að skoða hana.           Skömmu síðar birtist hann með konu sinni og fóru þau með Ásdísi út í Útgarð og tóku nokkrar  myndir af styttunni í sól og blíðu í garðinum. Sagan af myndinni er sú að stytta Ásmundar Sveinssonar var fulltrúi íslenskrar myndlistar á heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Þess má geta að Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt MH hannaði íslenska svæðið.  Kevin kom  ásamt bróður sínum á sýninguna þar sem myndin var tekin. Reykjavíkurborg gaf skólanum þetta listaverk við stofnun skólans. Þegar styttan kom heim frá Kanada haustið 1968 var hún afhent skólanum við  skólasetningu að listamanninum viðstöddum og komið fyrir í Útgarði þar sem hún hefur verið æ síðan.

Skrifstofa um páska

Skrifstofa skólans verður opin mánudaginn 10. apríl frá kl. 10:00 til 14:00. Eftir það verður lokað vegna páskaleyfis til kl. 8:30 þriðjudaginn 18. apríl. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 19. apríl.On Monday April 10th the school office will be open from 10 am until 2 pm. It will then be closed for Easter until 8:30 am on Tuesday April 18th. Teaching will start again on Wednesday April 19th.

MH sigrar í landskeppni í efnafræði

Nú liggja úrslit landskeppninnar í efnafræði fyrir. Í fjórum efstu sætunum voru MH nemendur og röðin þessi: Alec Elías Sigurðarson, MH Sigurður Guðni Gunnarsson, MH Emil Agnar Sumarliðason, MH Guðrún Þorkelsdóttir, MH Auk þess var Guðrún Diljá Ketilsdóttir í 14. sæti.  Vel gert öll sömul og til hamingu! Fjórum stigahæstu keppendum úrslitakeppninnar er boðin þátttaka í tveimur efnafræðikeppnum: 2. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 2.-5. júlí og 49. Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Nakhon Pathom í Tælandi dagana 6.-15. júlí.

MH nemendur bera sigur úr býtum í landskeppni ungra vísindamanna

Vífill Harðarson nemandi á lokaári IB - brautar vann 1. sæti í landskeppni ungra vísindamanna í HÍ. Verkefni hans bar heitið "Can Icelandic cod oil be as efficiently saponified as coconut oil?". Leiðbeinandi hans  var Stefan Otte efnafræðikennari í MH en verkefnið hófst sem rannsóknarverkefni í efnafræði (Extended Essay in Chemistry) síðastliðið sumar. Vífill fær að keppa í European Union Competition for Young Scientists í  Tallinn í Eistlandi í September.Tvö verkefni komust í úrslitakeppnina hér á landi og Herdís Linnet sem einnig er MH nemandi á hlut í verkefninu sem var í öðru sæti.  Í því verkefni voru skoðuð réttindi barna sem eru að sækja um vernd á Íslandi. Verkefnið varð í 2. sæti en dómnefndin ákvað að láta bæði verkefni keppa úti í september, þar sem bæði verkefnin voru mjög góð.Vel gert bæði tvö!                Upplýsingar um keppnina á Íslandi og í Tallin í Eistlandi

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 7. apríl.