Fréttir

Innritun í öldungadeildina á vorönn 2011 er hafin

Innritun í öldungadeildina/kvöldskólann fyrir vorönn 2011 er hafin. Smellið hér til að innrita ykkur.

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa skólans verður opin 22., 28. og 29. desember frá 10:00 til 14:00. Á nýju ári verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þann 4. janúar og kennsla hefst kl. 8:45 þann 5. janúar. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Brautskráning stúdenta/Graduation

Brautskráning stúdenta verður þriðjudaginn 21. desember kl. 16:00. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki tvær klst. og að henni lokinni er sameiginleg myndataka stúdenta. The graduation ceremony will be held on Tuesday the 21st at 4 o´clock. It will last for approximately two hours and at the end of it a group picture will be taken of all the graduates.

Kertasníkir vinsælastur jólasveina!

Samkvæmt netkönnun hér á síðunni reyndist Kertasníkir vinsælastur jólasveina en fast á hæla honum fylgdi Stúfur.

Stúdentsefni - munið æfinguna í kvöld kl. 18:00.

Skyldumæting!

Búið að opna fyrir einkunnir í Innu!

Nemendur geta séð niðurstöður  prófa  í Innu og staðfest val fyrir næstu önn. Allir nemendur verða að staðfesta val fyrir kl. 12:30 þann 20. desember. Dagsskrá 20. desember: Viðtalstími valkennara vegna breytinga á vali eru kl. 9-10. Prófasýning kl. 10-11. Seinni viðtalstími LÍL101 kennara og valkennara  11:15-12:30 P-umsóknum skilað á skrifstofu fyrir kl. 12:00.

Prófatímabil 1. til 14. desember

Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella svo á Próf í lista til vinstri. Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem mest.

Umsóknir um nám í dagskóla á vorönn 2011 / Applications for Spring Term 2011

Svör við umsóknum hafa verið birt á Menntagátt. Bréf verða send út í vikunni. Answers have been posted on Menntagátt. Letters will be sent out this week.