Fréttir

Valvika stendur yfir

Valvika stendur yfir til 17. mars. Upplýsingar um námsframboð er að finna á heimasíðu skólans. Föstudaginn 14. mars er valtími fyrir nemendur þar sem hægt er að hitta umsjónarkennara til að fá aðstoð við valið.

Takk fyrir komuna

Takk öll sem komuð í heimsókn í dag á opið hús. Gestrisnir MH-ingar sýndu ykkur húsnæðið okkar, leikfélagið sýndi brot úr Diskóeyjunni sem verður frumsýnd 14. mars og nemendaráðin tóku ykkur opnum örmum á Matgarði. Kennarar og nemendur sýndu ykkur kræsingarnar á áfangahlaðborðinu okkar og dansarar og söngvarar sýndu listir sínar eins og þeim einum er lagið. Það var ótrúlega gaman að taka á móti ykkur, takk fyrir komuna.

Jafnréttisgleraugu - 12. mars 12:15

Miðvikudaginn 12. mars verður Karen með námsbókahitting þar sem nemendum býðst að koma með námsefnið sitt og skoða það með jafnréttisgleraugum. Hittingurinn er hannaður í anda frelsandi menntunarfræða - með rödd nemenda að leiðarljósi. Hugsunin er þannig að veita nemendum vettvang til þess að ræða þessi mál og styðja við þeirra gagnrýnu hugsun.

Gervi Geir

Geir Finnsson, enskukennari við MH, ræddi um notkun gervigreindar í skólastarfi í Kastljósi, fimmtudaginn 27. febrúar.

Kynntu þér MH

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð nýs kynningarmyndbands fyrir okkur í MH. MH-ingar voru mjög viljugir að taka þátt og sýna þar með hversu vænt þeim þykir um skólann sinn. Kynningarmyndbandið gerði Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður og þökkum við honum og öllum sem tóku þátt, kærlega fyrir. Endilega kíkið á myndbandið.