HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR KALLA Á VORIÐ
22.04.2014
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar vilja hressa
fólk með góðri blöndu af vorvítamíni eftir kennaraverkfall og heldur rysjótta tíð.
Kórfélagar, sem eru 118 talsins nú í lok vorannar, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um
kl.16.00. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð
Hamrahlíðarkóranna. Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og hljóðfærastofa, bangsa- og
dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn, hárgreiðsla og andlitsmálun, ljósmyndastofa og fatamarkaður..
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.
Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði....