Fréttir

Þýskuþraut

Niðurstöður voru að berast úr árlegri þýskuþraut (þýskukeppni framhaldsskólanna) og að þessu sinni var MH-ingurinn Kolbrún Garðarsdóttir í einu af tíu efstu sætunum. Það er allaf gaman þegar okkar fólki gengur vel og óskum við Kolbrúnu innilega til hamingju með árangurinn.

Ræðukeppni á japönsku

Fleira var um að vera í hátíðarsal skólans í dag þar sem listir og menning fengu að njóta sín. Nemendur í japönsku í MH tóku þátt í ræðukeppni þar sem þau sögðu sögur, kynntu persónur, töluðu yfir myndbönd, kynntu lokaverkefni í efnafræði, spiluðu tónlist, sýndu sirkuslistir og ýmislegt meira sem þarf japönskuþekkingu til að segja frá.

Sumarhátíð

Ljúfir tónar fylltu Miklagarð í dag þegar kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng inn sumarið. Sungin voru fimm falleg lög undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Í síðasta laginu blandaðist kórinn samnemendum sínum og tóku allir viðstaddir undir og sungu saman "Ó blessuð vertu sumarsól" við undirleik Jakobs Freys Einarssonar. Þetta var virkilega ljúf stund á sal í síðustu kennsluviku annar.

Plokkað í MH

Kynningarfundir fyrir 10. bekkinga

10. bekkingar sem misstu af opnu húsi eru velkomnir að koma í heimsókn í vikunni 25.-27. apríl kl. 16:15-17:30. Þeir sem vilja þiggja boðið geta skráð sig á þann dag sem hentar. Á þessum kynningum taka náms- og starfsráðgjafar á móti nemendum og kynna þeim skólann og einnig munu nokkrir núverandi MH-ingar vera til staðar og sýna skólann. Ef þú misstir af opna húsinu 6. apríl þá er þetta tækifæri sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara. Við bendum líka á kynningarefni sem má finna á heimasíðunni.

Frábær árangur MH-inga í efnafræði

Úrslitakeppnin í Almennu landskeppninni í efnafræði fór fram fyrir páska og áttu nokkrir MH-ingar pláss þar og stóðu sig allir mjög vel. Sérstaklega má geta þess að Embla Nótt Pétursdóttir lenti í fyrsta sæti og Iðunn Björg Arnaldsdóttir í því þriðja. Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2022. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Reykjavík dagana 4.-8. júlí og 54. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni sem verður haldin gegnum netið frá Kína, dagana 10.-20. júlí. Innilega til hamingju með árangurinn öll sem tókuð þátt.

Takk fyrir komuna

Við viljum þakka öllum sem komu á opið hús í gær fyrir komuna og þeir sem misstu af eða vilja koma aftur geta skráð sig á kynningar sem verða eftir páska. Nánari upplýsingar má finna undir viðburðir hér á heimasíðunni.

Opið hús í dag

Við í MH bíðum spennt eftir að taka á móti áhugsömum nemendum og fjölskyldum þeirra í dag. Það er allt að verða tilbúið. Sjáumst á opnu húsi sem hefst kl. 17 og stendur til 18:30.

Opið hús í MH 6. apríl

Miðvikudaginn 6. apríl verður opið hús í MH. Á opnu húsi gefst 10. bekkingum og aðstandendum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðuna í skólanum. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á. Kennarar og annað starfsfólk kynnir námsframboðið á Miðgarði og Miklagarði og kórinn mun taka lagið. Kíkið endilega í heimsókn, við tökum vel á móti ykkur.