Fréttir

Veikindi á prófatíma

Nemandi sem ekki getur mætt í próf vegna veikinda skal tilkynna skrifstofu skólans það símleiðis fyrir kl. 14 hvern dag sem hún/hann á að vera í prófi. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn/dagana. Sé um langvarandi veikindi að ræða skal nemandi hafa samband við prófstjóra Guðmund Arnlaugsson sögukennara. Hann er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38 og símaviðtalstíma, S:5955200, kl. 10:30 – 11:00 alla prófdagana. Hann afgreiðir allar undanþágur.

Hamrahlíðarkórarnir flytja lofsöngva og friðarbænir í Kristskirkju í Landakoti

Hamrahlíðarkórarnir halda tónleika í Kristskirkju í Landakoti miðvikudagskvöldið 23. nóv. kl. 20. Kórarnir flytja verk eftir íslensku tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson en Hamrahlíðarkórinn vinnur um þessar mundir að geisladiski með verkum Huga. Auk þess flytur kórinn tónverkið ....which was the son of.... eftir Arvo Pärt en verkið er tileinkað Þorgerði Ingólfsdóttur. Þá eru á efnisskránni einnig verk eftir Gil Aldema, Olivier Messiaen og Alessandro Scarlatti. 60 kórfélagar skipa nú Hamrahlíðarkórinn og á tónleikunum í Landakoti syngur einnig Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í nokkrum verkum. Það verða því tæplega 130 ungmenni sem syngja á tónleikunum en þeir hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Leiktu betur sigur MH

MH liðið í Leiktu betur, gerði sér lítið fyrir og kom sá og sigraði í keppni framhaldsskólanna sem fram fór í Tjarnarbíói þann 12. nóvember. Þau Elín Björnsdóttir, Hákon Jóhannesson, Thelma Lind Waage og Vigdís Perla Maack sigruðu undankeppnina innan skólans, héldu sínu striki til enda og fóru frekar létt með sigurinn. Leiktu Betur keppni framhaldsskólanna er sú keppni sem MHingar hafa sigrað lang oftast. Til hamingju MH með einstaka spunameistara.

Umsóknir um nám í dagskóla á vorönn 2012 / Applications for Spring Term 2012

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2012 fer fram dagana 1.  til 22. nóvember. Applications for regular classes, spring 2012 is open from Nov. 1st to Nov. 22nd. Allar umsóknir um nám í dagskóla eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef menntamálaráðuneytisins, menntagatt.is.  Registration is on menntagatt.is. Information about applications to the IB programme. Please us this link to register online

Nemendur MH gefa 300.000 kr. til UNICEF í Austur-Afríku

Góðgerðavika þessarar annar var haldin þann 31.október til 3.nóvember. Gekk hún vonum framar og með góðri þáttöku nemenda skólans söfnuðust 300.000 þúsund krónur. Rennur það fjármagn til UNICEF í Austu-Afríku. Hér má sjá frétt á heimasíðu UNICEF á Íslandi. Þeir sem stóðu að skipulagningu vikunnar voru meðlimir Góðgerðaráðs NFMH.