31.01.2020
"Stelpur diffra" er heiti á lokaverkefni sem Nanna Kristjánsdóttir nemandi í MH kynnti á kennarafundi í vikunni. Af því tilefni afhenti Nanna rektori mynd sem hún vann sem svar við annarri mynd þar sem Nanna gerir leiðréttingu á stærðfræðingatali sem skólinn á. Leiðréttingin sýnir konur sem lagt hafa ýmislegt að mörkum til stærðfræðinnar í gegnum aldirnar. Takk Nanna fyrir að leiðrétta þetta.
31.01.2020
Stjórn NFMH ásamt fulltrúum náms-og starfsráðgjafa og stjórnenda voru mætt í Sæmundarskóla í gær að kynna skólann fyrir nýnemum haustsins 2020. Margir komu og voru forvitnir um skólann. Næsta kynning verður 11. febrúar í Tækniskólanum í Hafnarfirði og þá gefst fleirum kostur á að koma og kynna sér skólann.
24.01.2020
Forkeppnin í líffræðinni fór fram í janúar og tóku rúmlega 130 nemendur framhaldsskólanna þátt. Níu nemendur MH tóku þátt að þessu sinni og átti skólinn tvo nemendur í efstu 25 sætunum sem komast áfram í úrslitakeppnina. María Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti og Magnús Alexander Sercombe varð í 8.-11. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
23.01.2020
Fyrsta hverfakynning framhaldsskólanna var haldin í gær í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Næsta kynning verður 30. janúar í Sæmdundarskóla. Á kynningarnar mæta fyrir hönd MH fulltrúar stjórnenda, námsráðgjafa og nemenda. 4.mars verður svo opið hús í MH fyrir grunnskólanemendur og aðstandendur þeirra.
16.01.2020
Til og með 17. janúar er hægt að segja sig úr áfanga án þess að fá fall. Það er gert með því að koma við hjá námsráðgjafa, námstjórum eða á skrifstofunni. Eftir það er ekki hægt að segja sig úr áfanga og verða nemendur að vera í þeim áföngum sem þeir eru með í töflunni sinni.
Eftir 5 vikur af kennslu er mæting nemenda skoðuð skv. nýjum reglum um lágmarksmætingu í áfanga. Ef raunmæting er undir 60% þá er nemandi skráður hættur í áfanganum.
08.01.2020
Þriðjudaginn 7. janúar keppti lið MH í Gettu betur á móti liði Menntaskólans í tónlist (MÍT). Leikar fóru þannig að lið MH sigraði með 22 stigum gegn 15 stigum MÍT. Það er skemmtileg staðreynd að fjöldi nemenda MÍT stundar bóklegan hluta námsins í MH.
Lið MH skipa þetta árið Bára Þorsteinsdóttir, Arney Íris E Birgisdóttir og Ari Hallgrímsson.
Við óskum liði MH innilega til hamingju með sigurinn. Í næstu umferð þann 16. janúar mætir liðið Kvennaskólanum í Reykjavík.
06.01.2020
Þeir sem ekki sóttu um töflubreytingar í gegnum Innu þurfa að mæta hjá námstjórum til að láta laga töflurnar sínar.
04.01.2020
Nýnemar vorannar 2020 eru boðnir velkomnir í skólann 6.janúar kl. 13:00 í stofu 11. Þar verður farið yfir helstu atriði til að fyrsti skóladagurinn gangi sem best fyrir sig. Ef nýnemar vorannar telja sig þurfa töflubreytingu þá verða námstjórar við eftir kynningarfundinn og tilbúnir að aðstoða við breytingarnar. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar kl. 9:10. Gleðilega önn og velkomin í MH.
04.01.2020
Gerðar hafa verið breytingar á skólasóknarreglum og viljum við að þið kynnið ykkur þær sem fyrst hér á heimasíðunni. Aðalbreytingin er að eftir fyrsta dag veikinda verða fjarvistir frádregnar og einnig verður meiri eftirfylgni með lágmarksmætingu í einstaka áfanga. Hér má sjá nánar um breyttar reglur.
03.01.2020
Stundatöflur vorannar 2020 (see English below)
Stundatöflur nemenda eru núna sýnilegar í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga og opnast stundatöflur í kjölfarið. Nýnemar vorannar geta sótt um töflubreytingar hjá námstjórum eftir kynningarfundinn 6. janúar. Aðrir nemendur sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst í gegnum Innu - leiðbeiningar um það eru í Innu undir Aðstoð . Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Ef töflubreytingu er hafnað þá er það oftast vegna þess að hópar eru fullir. Ekki er hægt að sækja um P-áfanga í töflubreytingum. Þeir sem hafa sótt um P-áfanga ættu að fá þá inn í byrjun næstu viku.
Hægt er að senda inn beiðni um töflubreytingar til og með sunnudeginum 5. janúar. Eftir það þarf að fara til námstjóra eða áfangastjóra til að breyta töflum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar kl. 9:10. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu.
Timetables for Spring 2020
Students who have paid their tuition fees can check their timetable on Inna. If necessary apply for changes to your class timetable as soon as possible.