Fréttir

Dimissjón

Föstudaginn 29. apríl kveðja dimitantar kennara og aðra starfsmenn skólans. Fyrst bjóða þau öllum í morgunmat á Matgarði kl. 7:30 og síðan kveðja þau með athöfn á sal kl. 11:10 - 12:10.

Þingvallaferð LÍL1112

Farið verður til Þingvalla, með tilheyrandi sögu- og náttúruskoðun og heimsókn í Írafossvirkjun, í dag, 27. apríl kl. 12:10.  Mætið með nesti, í góðum skóm og í skjólgóðum fötum.

Gleðilegt sumar!

Páskaleyfi

Föstudagurinn 15. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Í dymbilviku verður skrifstofa skólans opin milli 10:00 og 14:00 á mánudegi og þriðjudegi. Eftir páska verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þriðjudaginn 26. apríl. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 27. apríl kl. 8:10.

IB nemendur sýna Japan samstöðu

IB nemendur stóðu fyrir styrktartónleikum og basar í Smáralind þann 9. apríl. Tónleikarnir voru skipulagðir í samstarfi við Rauða kross Íslands og báru yfirskriftina “Sýnum Japan samstöðu”.  Alls söfnuðust 150.000 krónur sem renna til fórnarlamba hamfaranna í Japan.