27.03.2007
Í gærkvöldi kom Kór MH undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur heim úr tónleikaferð um Vestfirði. Auk fernra opinberra tónleika, á Bolungarvik, Ísafirði, Flateyri og Þingeyri, söng kórinn á líknarstofnunum, í skólum, í húsi Íslandssögu á Suðureyri og að lokum við Gamla bakaríið í miðbæ Ísafjarðarkaupstaðar.
17.03.2007
MH vann Borgarholtsskóla í ræðukeppni í Háskólabíói í gærkvöldi.Gettu betur lið skólans var einnig sigusælt í gær og etur kappi við MK í undanúrslitum föstudaginn 23. mars.
13.03.2007
Nú sígur á seinni hluta annarinnar og ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi fyrir lokaprófin. Upplýsingar um próftöflu, prófareglur og fleira má finna með því að smella á Námið á stikunni hér fyrir ofan og skoða síðan Próf á listanum sem birtist til vinstri.
13.03.2007
Nú eiga nemendur að vera búnir að velja áfanga fyrir næsta haust og senda umsjónarkennara sínum póst því til staðfestingar.