31.08.2018
Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Stjórnendur MH bjóða ykkur velkomin til kynningarfundar í skólanum og óska þess jafnframt að eiga gott samstarf við ykkur um menntun unglinganna sem nú eru að hefja hér skólagöngu. Sjá nánar upplýsingar í dagskrá fundarins sem hefur verið send út til forráðamanna nýnema.
27.08.2018
Miðvikudaginn 29. ágúst fer fram kínverskukeppni framhaldsskólanema og verður hún haldin í MH kl. 8:10 í stofu 45. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi en kínverskukeppni háskólanema hefur verið haldin nokkrum sinnum áður. Sigurvegara keppninnar býðst svo að fara til Kína í tvær vikur í október og taka þátt í alþjóðlegri kínverskukeppni framhaldsskólanema.
24.08.2018
Í dag leggja flestir nýnemar skólans land undir fót og fara í nýnemaferð. Ferðin er skipulögð af NFMH og verður lagt að stað frá MH í rútum kl. 14:30 og er áætluð heimkoma á morgun kl. 13:00.
Stjórn NFMH stendur fyrir kvöldvöku, sundlaugarpartýi, grilli o.fl. skemmtilegu sem allt er gert til þess að nýnemarnir kynnist hverju öðru sem og nemendafélaginu. Þetta er gert í von um að næstu dagar, vikur, mánuðir og ár verði sem allra eftirminnilegust og skemmtileg.
Auk nemendastjórnarinnar eru með í för félagsmálafulltrúar og námsráðgjafi. Góða skemmtun og við vonum að ferðin verði sem skemmtilegust.
23.08.2018
Töflubreytingum er lokið þetta haustið. 27. ágúst er síðasti dagur til að segja sig úr áfanga án falls og fer það fram hjá námstjórum á auglýstum viðtalstímum. Nemendur sem eru undir 18 ára þurfa að hafa samþykki foreldra sinna fyrir þeim breytingum.
21.08.2018
Töflubreytingum er lokið. Þeir sem enn telja sig þurfa að fá breytingu geta haft samband við námstjórana í auglýstum viðtalstímum. Mappa með áföngum þar sem enn eru laus pláss hefur verið sett fyrir frama skrifstofuna.
20.08.2018
Töflubreytingum er lokið í gegnum INNU. Þær óskir sem komu inn í dag verða afgreiddar um leið og hægt er.
18.08.2018
Skólasetning verður á Miklagarði kl. 9:10 mánudaginn 20. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu.
15.08.2018
Í Töflubreytingunum kemur upp hópur sem heitir P í sumum áföngum. Það er ekki hægt að sækja um hann. P umsóknir voru afgreiddar í vor á staðfestingardegi. Ef þið þurfið að láta skoða það eitthvað nánar þá verðið þið að koma á skrifstofuna. Gangi ykkur vel.
14.08.2018
Töflubreytingar fara núna í fyrsta skipti fram í INNU. Ef nemendur fá höfnun þá er OFTAST ástæðan sú að hópurinn sem valinn var, var fullur. Verið er að uppfæra forritið í þessari viku með einhverjum viðbótum sem gera ferlið þægilegra. Vonum það besta og vonandi gengur þetta allt vel.
13.08.2018
Stöðumat fyrir nemendur MH í frönsku, spænsku og þýsku verða haldin mánudaginn 20. ágúst kl. 16.30.
Nemendur vinsamlegast skrái sig með því að senda tölvupóst á viðkomandi fagstjóra.
Prófin eru bæði munnleg og skrifleg.
Franska Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, san@mh.is. Mæting í stofu 33.
Spænska Anna Pála Stefánsdóttir, aps@mh.is. Mæting í stofu 36.
Þýska Katharina Helene Gross, kat@mh.is. Mæting í stofu 27.