Fréttir

Stundatöflur vorannar

Nú geta þeir nemendur sem greitt höfðu skólagjöldin fyrir kl. 21:00 þann 30. desember skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar verða næst keyrðir inn að morgni 2. janúar. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu upp úr 3. janúar 2012. Til þess að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á töflum áður en kennsla hefst 5. janúar verður að sækja um töflubreytingu fyrir kl. 12:00 þann 4. janúar. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before noon on January the 3rd. Smellið hér til að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is Click on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð vorið 2012. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 8:45 þann 5. janúar. Teaching will start on January 5th. Bókalisti er aðgengilegur í Innu.

Til hamingju með daginn stúdentar

Í dag voru 85 nemendur brautskráðir frá skólanum. Til hamingju öll sömul!

Einkunnir eru nú aðgengilegar í Innu

Nemendur geta nú staðfest val sitt ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar. Öllum nemendum er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn fyrir kl. 14:00 mánudaginn 19. des. ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá.

Prófasýning og staðfesting vals

Staðfesting vals og prófasýning: Viðtalstími líl- og valkennara verður frá 9:00 - 10:00. Prófasýning verður kl. 10:00 - 11:00. Þeir sem vilja fá að sjá úrlausnir sínar verða að mæta á þessum tíma. Allir nemendur dagskóla á vorönn 2012 verða að stafesta valið fyrir kl. 14:00 mánudaginn 19. desember. Hér er tengill í leiðbeiningar í ritinu Áfangar - staðfesting fyrir vor 2012

Veikindi á prófatíma

Nemandi sem ekki getur mætt í próf vegna veikinda skal tilkynna skrifstofu skólans það símleiðis fyrir kl. 14 hvern dag sem hún/hann á að vera í prófi. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn/dagana. Sé um langvarandi veikindi að ræða skal nemandi hafa samband við prófstjóra Guðmund Arnlaugsson sögukennara. Hann er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38 og símaviðtalstíma, S:5955200, kl. 10:30 – 11:00 alla prófdagana. Hann afgreiðir allar undanþágur.