Fréttir

Skrifstofa um hátíðar - Office hours during the holidays

Eftir daginn í dag 20. desember verður skrifstofa skólans lokuð til föstudagsins 27. desember en þann dag verður opið frá 10:00 - 14:00. Svo er lokað til föstudagsins 3. janúar þegar skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma kl. 8:30. After today the office closes until Friday the 27th when it is open from 10 to 2 pm. After that it opens next on Friday the 3rd of January when it opens at 8:30 as usual.

Aðgangi að Innu hefur verið lokað

Innu hefur  verið lokað meðan verið er að vinna stundatöflur dagskóla fyrir vorið 2014. Milli hátíða verður Inna svo opnuð aftur þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Fylgist með upplýsingum hér á heimasíðunni þegar nær dregur.

Einkunnir í Innu kl. 18:00 16. des - Grades in Inna at 6 pm Dec. 16th

Einkunnir verða aðgengilegar í Innu kl. 18:00 16. desember. Þá geta nemendur einnig staðfest valið sitt og sent valkennara póst (sá kennari sem er skráður sem kennari í P-Val1001 yfir stundatöflunni). Valkennarar verða til viðtals frá 10:00 - 11:00 þriðjudaginn 17. desember. Allir þurfa að hafa staðfest valið kl. 14:00 þann 17. desember. Munið prófasýningu 17 des. kl. 11:15 - 12:15. Þetta er besta tækifærið fyrir nemendur og forráðamenn til þess að sjá prófin því eftir það fara þau í geymslu. Grades can be accessed in Inna at 6 pm on Monday the 16th of December. When the grades are available in Inna it is important for all students to confirm or adjust the course selection (staðfesting á vali). This has to be finished by 2 o´clock (pm) on Tuesday Dec. 17th. The teacher that assisted with course selection will also be available to assist on the same Tuesday here in school from 10:00 to 11:00. Students (and their parents or guardians) can view test papers on Tuesday Dec. 17th from 11:15 - 12:15. We encourage you to use this opportunity to view and discuss the test result because after that the papers go into storage.

Skólagjöld vorannar 2014 - School fees spring 2014

10. desember birtist reikningur vegna skólagjalda í heimabanka nemenda eða forráðamanna. Eindagi á greiðslu skólagjalda er 19. desember. Eftir eindaga leggst á vanskilagjald kr. 1500. Auk þess birtist reikningur vegna nemendafélagsgjalda 4.000 kr. á önn en þau gjöld eru valfrjáls. Að venju má gera ráð fyrir að stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöldin verði aðgengilegar einhvern tíma milli jóla og nýárs (fylgjast með www.mh.is). Minnt er á að einungis föstudagurinn 27. og mánudagurinn 30. desember eru virkir dagar og að upplýsingar frá bönkum berast til MH á næsta virka degi eftir greiðslu. An invoice for school fees for spring 2014 has been sent to the students or guardians online bank account. After Dec. 19th a late fee of 1500 kr. will be added. You will also see an invoice for the Students union but that is optional. Students timetables should be ready between Christmas and New Years (information on www.mh.is later). Only those that have payed the school fees will have online access. Please note that there are only two work days over the holidays, Friday 27th and Monday 30th of December and the school only receives payments updates on the next work day after bankpayment.

Inna lokuð nemendum fram yfir próf - Inna is closed to students

Aðgangi nemenda að Innu hefur nú verið lokað fram yfir prófatímann og verður opnuð kl. 18:00 mánudaginn 16. desember. Inna is closed to student until  6 pm on Monday the 16th of December.

Prófatímabil 2. - 13. desember

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum!