Fréttir

Brautskráning stúdenta

Föstudaginn 21. desember kl. 16 fór fram brautskráning stúdenta í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.Brautskráðir voru 95 stúdentar, 65 konur og 30 karlar. Dúx að þessu sinni var Elva Dögg Brynjarsdóttir af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9.6 og 163 einingar á 3½ ári.

Gleðileg Jól

Yfir hátíðirnar verður skrifstofa skólans opin sem hér segir:Fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember frá kl. 10 - 14.Gleðileg Jól.

Kennsla vorannar hefst

Skólasetning verður klukkan 8:30 mánudaginn 7. janúar og kennsla hefst að henni lokinni. Lesið ritið Áfangar í upphafi annar.