Fréttir

Stofnfundur Nemenda- og hollvinasamtaka Menntaskólans við Hamrahlíð

Stofnfundur Nemenda- og hollvinasamtaka Menntaskólans við Hamrahlíð verður haldinn fimmtudaginn 1. desember 2016 milli 18.00-19.00 í stofu 11, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Til stofnfundarins eru boðaðir allir væntanlegir félagsmenn, sem eru allir útskrifaðir nemendur frá MH sem og fyrrverandi og núverandi starfsmenn skólans.

Hamrahlíðarkórarnir syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hamrahlíðarkórarnir syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aðventutónleikum í kvöld 1. des. kl. 19:30.á heimasíðu Hörpu segir m.a.:„Á aðventutónleikum Sinfóníunnar hljómar hátíðleg tónlist eftir þrjá meistara 18. aldar: Bach, Händel og Mozart. Tvö hrífandi verk eftir Mozart ramma inn efnisskrána, fjörmikill forleikur að Brúðkaupi Fígarós og sinfónía nr. 39 sem var ein sú síðasta sem hann samdi. Glæsilegt kórverk Händels var samið til flutnings við krýningu Karólínu Bretadrottningar í Westminster Abbey árið 1727 og hefur engu glatað af hátíðleika sínum. Hamrahlíðarkórarnir hafa komið fram á ótal tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bjartur og tær hljómur þeirra hentar tónlist Händels sérlega vel. Einleikari á Aðventutónleikunum er Elfa Rún Kristinsdóttir sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og var nýverið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.“

Innritun nýrra nema fyrir vorið 2017

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskóla fyrir nám á vorönn 2017 er dagana 1.-30. nóvember. Sótt er um á Menntagátt  þar sem finna má leiðbeiningar um innritun. Upplýsingar um námsbrautir MH eru hér.

Dimissjón kl. 11:35 - 12:35

Útskriftarefni skólans kveðja kennara og skólann sinn með skemmtun á sal frá 11:35 til 12:35.Gangi ykkur vel í prófunum dimitantar!

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, er vel við hæfi að fá skáld í heimsókn stundarkorn. Að þessu sinni hefur íslenskudeildin leitað til Sverris Norland. Hann er fæddur 1986 og stundaði nám í lögfræði við háskóla Íslands og skapandi skrifum í London. Sverrir kvaddi sér hljóðs sem ljóðskáld en hefur síðan snúið sér að skáldsagnagerð og hlotið lof fyrir. Auk skriftanna teiknar Sverrir myndasögur og leikur inn á hljómplötur. Á myndinni til hægri má sjá Sverri Norland syngja fyrir nemendur MH í tilefni dagsins  

MH sigraði í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu

Í sig­urliði MH-inga voru þau Magda­lena Guðrún Bryn­dís­ar­dótt­ir, Jes­sý Jóns­dótt­ir, Ásmund­ur Jó­hanns­son, Unn­ar Ingi Sæ­mund­ar­son og Ívar Dór Orra­son. Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegn um þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna HR. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.isMynd og frétt af mbl.is