Fréttir

Dimissjón

Dimitantar, útskriftarefni haustannar, kveðja kennara og skólann með skemmtun á sal frá kl. 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Innritun nýrra nema fyrir vorið 2016

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskóla fyrir nám á vorönn 2016 er dagana 1.-30. nóvember. Sótt er um á Menntagátt  þar sem finna má leiðbeiningar um innritun. Upplýsingar um námsbrautir MH eru hér.

Stöðupróf í nóvember

Skráning í stöðupróf er hafin, sjá nánar hér.

Enn einn MH sigur í Leiktu betur

Í gærkvöldi fór fram í Borgarleikhúsinu  leikhússportkeppni framhaldsskólanna, Leiktu betur. Eins og svo oft áður vann lið MH. Sigurliðið: Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir, Hákon Örn Helgason, Hinrik Kannerworff Steindórsson og Katrín Helga Ólafsdóttir. Til hamingju!

Skólafundur NFMH

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð heldur skólafund á Miklagarði 10. nóvember frá kl. 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Málþing um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla

Kl. 19:30 í kvöld verður haldið málþing í hátíðarsal MH um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla.  Málþingið spratt upp úr umræðum í Emblu femínistafélagi MH nýlega þegar rætt var um skort á kvenkyns listamönnum á viðburðum í MH. „Af hverju gleymist alltaf að bóka konurnar?“ Já, hvar eru þær? Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur á sér þá ímynd að vera feminískur skóli. En er MH jafn feminískur og aðrir telja hann vera? Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður femínistafélagsins Emblu, sér um skipulagningu málþingsins og vill að umræður séu opnar öllum svo að aukinn kraftur og athygli færist á málefnið. Allir nemendur framhaldsskóla eru velkomnir.

Lið MH í öðru sæti í Boxinu

Lið MH lenti í öðru sæti í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem haldin var um helgina. Á myndinni má sjá Bjart Lúkas, Ívar Dór, Unu Kamillu, Ásgrím Ara og Nínu Leu taka á móti verðlaununum. Þau unnu einnig til fernra af átta aukaverðlaunum frá stuðningsaðilum keppninnar. Hér er tengill í frétt Háskólans í Reykjavík. Vel gert MH-ingar!