27.06.2011
Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 9. ágúst.
Aðgangi allra nemenda að Innu hefur nú verið lokað en hann opnast aftur þegar skólagjöld hafa verið greidd.
Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa skólagjöldin verða aðgengilegar í kringum 17. ágúst. Nánari upplýsingar verða
hér á heimasíðunni þegar nær dregur.
Stöðupróf verða haldin 15. til 17. ágúst og er skráning hafin (sjá tengil hér í lista til vinstri).
Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á MIklagarði, hátíðarsal skólans, föstudaginn 19. ágúst kl. 13:00
stundvíslega .
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst.
Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust!
25.06.2011
Umsækjendur geta opnað umsókn sína og séð í
hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist í föstudaginn 24. júní kl. 11:00. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti. Bréf frá skólanum kemur til
umsækjenda eftir 27. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum mun birtast í heimabanka forráðamanns föstudaginn 24. júní og
gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist. Verði greiðsluseðill ekki greiddur er litið svo á að umsækjandi þiggi ekki
plássið og afsali sér rétti sínum til
skólavistar.
01.06.2011
Laugardaginn 28. maí voru
brautskráðir 194 stúdentar frá MH. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sigtryggur Hauksson stúdent af náttúrufræðibraut með 9,91 og á
hæla honum var Helga Margrét Þorsteinsdóttir einnig á náttúrufræðibraut með 9,83. Árangur beggja er með því
albesta í sögu skólans. Þá setti Eva Hrund Hlynsdóttir nýtt einingamet er hún brautskráðist af samtímis af
félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut með alls 270 námseiningar.