28.09.2011
Innritun í öldungadeildina/kvöldskólann á seinni lotu haustannar 2011 stendur yfir. Smellið hér til að
innrita ykkur.
Kennsla seinni lotu hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. október.
26.09.2011
Opnunarhátíð verkefnisins MH heilsueflandi framhaldsskóli var í hádegihléi mánudaginn 26. september.
Geir Gunnlaugsson landlæknir (og stúdent frá MH) heimsótti skólann og setti verkefnið formlega af stað.
Nemendur fengu vatnsbrúsa frá Lýðheilsustöð/Landlækni og gulrófur frá Landsambandi gulrófnabænda.
Fáni heilsueflandi framhaldsskóla var dreginn að húni.
Til hamingju með daginn öll sömul!
23.09.2011
Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa
hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Áshildar Arnarsdóttur hjúkrunarfræðings, forvarnarfulltrúa og
verkefnisstjóra MH í heilsueflandi framhaldsskóla fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið
í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum.
Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á var eins og í
almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra
sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.
05.09.2011
Stöðupróf verða haldin kl. 16:00 15. september í eftirfarandi tungumálum:
Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku, finnsku, grísku,
hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, sinhala, taílensku, ungversku
og víetnömsku.
Placement tests will be held on September 15th at 4 pm in the following languages: Albanian, Bosnian,
Chinese, Croatian, Dutch, Estonian, Filipino, Finnish, Greek, Hungarian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Sinhala, Thai, and Vietnamese.
Upplýsingar og rafræn skráning - Information and online
registration
01.09.2011
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður skólanum á framhaldsskólatónleika fimmtudaginn 1.
september kl. 11:00 í Eldborg í Hörpu þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika með hljómsveitinni píanókonsert nr. 3 eftir
Rachmaninov undir stjórn Daníels Bjarnasonar.