01.11.2010
Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 29.nóv. til 1. des.
Nánari upplýsingar má finna undir Stöðupróf í valmynd hér til vinstri.
26.10.2010
Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú
aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um
að hliðra próftöflu sinni ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta
próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 8. nóvember.
Guðmundur Arnlaugsson
prófstjóri, gud@mh.is
20.10.2010
Val fyrir vorönn 2011 hefur verið opnað. Valið stendur til 27. október. Áfangar/upplýsingar
fyrir valið og áfangaframboð hefur verið sett á hér á heimasíðuna.
Hér er upprifjun á því hvernig þetta er gert í Innu. Allir sem
verða í dagskóla á næstu önn eiga að velja í Innu. Látt þú ekki þitt eftir standa!
19.10.2010
Nú er hægt að skrá sig í stöðupróf sem haldin verða um mánaðamótin
nóvember/desember. Nánari upplýsingar í stikunni hér til vinstri.
05.10.2010
Í dag er alþjóðadagur kennara. Hann er haldinn
hátíðlegur til að vekja athygli á mikilvægi menntunar og skólagöngu. - Hrósaðu kennurunum þínum eða gleddu þá
með öðrum hætti. :-)
15.10.2010
Föstudaginn 15. okt. og mánudaginn 18. okt. er haustfrí í MH. Þá er löng helgi og nemendur, kennarar og annað starfsfólk endurhlaða
batteríin og takast að því loknu endurnærð á við seinni hluta annarinnar.
04.10.2010
Í dag eru tæplega 200 nemendur og 4 kennarar í ÍSL303 á ferð um slóðir Njálu.
01.10.2010
Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa
hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur formanns foreldraráðs fengu gestir að njóta söngs
Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og
skipst á skoðunum.
Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á (gegn vægu
gjaldi) var eins og í almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar.
Kærar þakkir til allra sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.