Fréttir

Sumarfrí

Skrifstofan er farin í sumarfrí frá og með 23. júní og opnar aftur mánudaginn 9.ágúst kl. 10:00. Búið er að senda bréf til nýnema, nýrra MH-inga, sem við bjóðum hjartanlega velkomin í skólann. The school office will be closed from the 23rd of June and we will open again on the 9th of August.

Innritun eldri nýnema

Innritun eldri nýnema í MH er lokið og bjóðum við ykkur öll hjartanlega velkomin. Skólagjöldin ættu að birtast í heimabanka á föstudag eða mánudag. Eindaginn er 7. júlí. Nánari upplýsingar voru sendar í tölvupósti í dag. Í dag er síðasti dagur fyrir 10. bekkinga að sækja um skólavist fyrir haustið og verður lokað fyrir umsóknir á miðnætti.

Sumartími

Frá og með mánudeginum 7. júní verður skrifstofa skólans opin alla virka daga vikunnar frá kl. 9:00 til 15:00. Þessa dagana er verið að afgreiða umsóknir eldri nemenda um inngöngu í MH og eiga nemendur að geta fylgst með stöðu umsókna á Menntagátt.

Vorferð starfsfólks MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð verður lokaður frá og með kl. 13:00 í dag, vegna vorferðar starfsfólks. Skólinn opnar aftur á morgun og verður skrifstofan opin frá kl. 9:00 á morgun miðvikudag.