29.10.2014
Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir
föstudaginn 14. nóvember.
16.11.2014
Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember mun Halldór Armand Ásgeirsson skáld halda stutt erindi og lesa úr nýrri
skáldsögu sinni Drón í stofu 11 kl. 12.15 mánudaginn 17. nóvember. Halldór er gamall MH-ingur, var í Morfísliði MH og var t.d.
valinn Ræðumaður Íslands árið 2006. Hann þjálfaði líka Morfíslið MH í mörg ár. Allir velkomnir!
20.10.2014
Dagana 16. til 20. október fara nemendur og stafsmenn skólans í haustfrí. Skólinn er lokaður þessa daga.
Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 21. október kl. 8:30.
14.10.2014
Lárus H. Bjarnason rektor skrifar:
Nú er komið að leiðarlokum öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð. Ákveðið hefur verið að leggja deildina niður um
áramótin 2014 – 2015. Ástæðurnar eru annars vegar sífellt þverrandi aðsókn og hins vegar nýleg ákvörðun
yfirvalda í tengslum við fjárlagagerð næsta árs um að leggja af fjárveitingar til þeirra sem leggja stund á nám til
stúdentsprófs og hafa náð 25 ára aldri. Með þessu er rekstrargrundvöllur kvöldnámsins í MH algerlega brostinn og skólanum er
nauðugur einn kostur að hætta þeirri starfsemi. Stjórnendum MH þykir miður gangvart núverandi nemendum deildarinnar að þurfa að tilkynna
þetta með svo knöppum fyrirvara. Ekki er útilokað að unnt verði að greiða úr málum sumra með því að bjóða
þeim setu í einstaka áföngum dagskólans á komandi vorönn.
14.10.2014
Nú eiga allir nemendur sem hyggja á áframhaldandi skólavist í dagskóla á vorönn 2015 að hafa lokið vali.
10.10.2014
Vali fyrir vorönn 2015 lýkur í dag mánudaginn 13. október. Þeir sem ekki eru búnir að velja verða að
gera það strax í dag!
13.10.2014
Nú er komið að vali áfanga fyrir vorið 2015
Valið hefst í dag þann 6. október og á að vera lokið þann 10. október. Leiðbeiningar um framgang
valsins og áfangaframboð hefur nú þegar verið sett á heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the spring term 2015
Starting today October 6th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Wednesday October 10th. Instructionsand áfangaframboð /available
courses for the next term are now to be seen on our homepage.