Fréttir

Brautskráning stúdenta

Útskrifað verður þriðjudaginn 20. desember. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 14:00 með áætluðum lokum um kl. 16:00.Útskriftaræfing verður mánudaginn 19. desember kl. 18. Áríðandi að öll útskriftarefni mæti stundvíslega.Graduation ceremony will be held on Tuesday December 20th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 2 pm and expected to end around 4 pm.Graduation rehersal will be at 6 pm on Monday the 19th. It is important that all the graduating students attend on time.

Dagskrá staðfestingardags 16. desember

Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals og hvernig það er gert í Innu, hér er listi yfir áfanga í boði á vorönn og listi yfir áfanga sem falla niður. Dagskrá staðfestingardags föstudagsins 16. desember: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 10:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í janúar. Timetable on course selection day Friday Dec. 16th: Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Prófatímabilið 1. til 13. desember 2016

Próf hefjast fimmtudaginn 1. desember og standa til þriðjudagsins 13. des. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.     Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30.Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 3. desember kl. 10 – 14. Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum! Final exams start on December 1st and end on December 13th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day at which time they will receive  information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.   The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and Saturday  December 3rd from 10 am - 2 pm. The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!

Stofnfundur Nemenda- og hollvinasamtaka Menntaskólans við Hamrahlíð

Stofnfundur Nemenda- og hollvinasamtaka Menntaskólans við Hamrahlíð verður haldinn fimmtudaginn 1. desember 2016 milli 18.00-19.00 í stofu 11, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Til stofnfundarins eru boðaðir allir væntanlegir félagsmenn, sem eru allir útskrifaðir nemendur frá MH sem og fyrrverandi og núverandi starfsmenn skólans.

Hamrahlíðarkórarnir syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hamrahlíðarkórarnir syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aðventutónleikum í kvöld 1. des. kl. 19:30.á heimasíðu Hörpu segir m.a.:„Á aðventutónleikum Sinfóníunnar hljómar hátíðleg tónlist eftir þrjá meistara 18. aldar: Bach, Händel og Mozart. Tvö hrífandi verk eftir Mozart ramma inn efnisskrána, fjörmikill forleikur að Brúðkaupi Fígarós og sinfónía nr. 39 sem var ein sú síðasta sem hann samdi. Glæsilegt kórverk Händels var samið til flutnings við krýningu Karólínu Bretadrottningar í Westminster Abbey árið 1727 og hefur engu glatað af hátíðleika sínum. Hamrahlíðarkórarnir hafa komið fram á ótal tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bjartur og tær hljómur þeirra hentar tónlist Händels sérlega vel. Einleikari á Aðventutónleikunum er Elfa Rún Kristinsdóttir sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og var nýverið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.“

Innritun nýrra nema fyrir vorið 2017

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskóla fyrir nám á vorönn 2017 er dagana 1.-30. nóvember. Sótt er um á Menntagátt  þar sem finna má leiðbeiningar um innritun. Upplýsingar um námsbrautir MH eru hér.

Dimissjón kl. 11:35 - 12:35

Útskriftarefni skólans kveðja kennara og skólann sinn með skemmtun á sal frá 11:35 til 12:35.Gangi ykkur vel í prófunum dimitantar!

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, er vel við hæfi að fá skáld í heimsókn stundarkorn. Að þessu sinni hefur íslenskudeildin leitað til Sverris Norland. Hann er fæddur 1986 og stundaði nám í lögfræði við háskóla Íslands og skapandi skrifum í London. Sverrir kvaddi sér hljóðs sem ljóðskáld en hefur síðan snúið sér að skáldsagnagerð og hlotið lof fyrir. Auk skriftanna teiknar Sverrir myndasögur og leikur inn á hljómplötur. Á myndinni til hægri má sjá Sverri Norland syngja fyrir nemendur MH í tilefni dagsins  

MH sigraði í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu

Í sig­urliði MH-inga voru þau Magda­lena Guðrún Bryn­dís­ar­dótt­ir, Jes­sý Jóns­dótt­ir, Ásmund­ur Jó­hanns­son, Unn­ar Ingi Sæ­mund­ar­son og Ívar Dór Orra­son. Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegn um þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna HR. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.isMynd og frétt af mbl.is

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 11. nóvember.