Fréttir

Útskrift / Graduation

Útskrift fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur upp úr 16:00. Að athöfn lokinni er sameiginleg myndataka útskrifaðra nemenda og rektors. Graduation takes place in Mikligarður the school auditorium. The ceremony starts at 2 pm and last until around 4 pm. Afterwards there will be a group photograph taken of all the graduates and the school rektor.

Aðgangi að Innu hefur verið lokað tímabundið / Access to Inna has been temporarily closed

Lokað hefur verið tímabundið á aðgang nemenda að Innu vegna töflugerðar fyrir vorönn. Opnað verður aftur þegar töflur eru tilbúnar milli jóla og nýárs. Students access to Inna has been temporarily closed. Inna will be reopened between the holidays when students timetables are ready.

Einkunnir birtar í Innu/Grades accessible in Inna

Nú er Inna aftur aðgengileg nemendum og hægt að skoða einkunnir haustins og staðfesta val. Sjá nánar í frétt hér fyrir neðan.Inna is accessible for students and grades are in for fall 2015. Student can also confirm their course selection. More information below.

Staðfesting á vali og prófasýning/confirmation of course selection and viewing of test papers

Einkunnir verða aðgengilegar í Innu eftir kl. 16:00  miðvikudaginn 16. desember. Í framhaldi af því er hægt að staðfest val fyrir næstu önn. Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals,  listi yfir áfanga í boði á vorönn og listi yfir áfanga sem falla niður. Dagskrá staðfestingardags fimmtudaginn 17. desember: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin áður en þau fara í geymslu.  Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. After 4 o´clock on  Dec. 16th students can access their grades in Inna and confirm their course selection for next term. List of available courses for spring term and   courses that are no longer available. Timetable on course selection day Thursday Dec. 17th.: Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers before the papers are stored. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Dimissjón

Dimitantar, útskriftarefni haustannar, kveðja kennara og skólann með skemmtun á sal frá kl. 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Innritun nýrra nema fyrir vorið 2016

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskóla fyrir nám á vorönn 2016 er dagana 1.-30. nóvember. Sótt er um á Menntagátt  þar sem finna má leiðbeiningar um innritun. Upplýsingar um námsbrautir MH eru hér.

Stöðupróf í nóvember

Skráning í stöðupróf er hafin, sjá nánar hér.

Enn einn MH sigur í Leiktu betur

Í gærkvöldi fór fram í Borgarleikhúsinu  leikhússportkeppni framhaldsskólanna, Leiktu betur. Eins og svo oft áður vann lið MH. Sigurliðið: Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir, Hákon Örn Helgason, Hinrik Kannerworff Steindórsson og Katrín Helga Ólafsdóttir. Til hamingju!

Skólafundur NFMH

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð heldur skólafund á Miklagarði 10. nóvember frá kl. 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Málþing um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla

Kl. 19:30 í kvöld verður haldið málþing í hátíðarsal MH um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla.  Málþingið spratt upp úr umræðum í Emblu femínistafélagi MH nýlega þegar rætt var um skort á kvenkyns listamönnum á viðburðum í MH. „Af hverju gleymist alltaf að bóka konurnar?“ Já, hvar eru þær? Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur á sér þá ímynd að vera feminískur skóli. En er MH jafn feminískur og aðrir telja hann vera? Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður femínistafélagsins Emblu, sér um skipulagningu málþingsins og vill að umræður séu opnar öllum svo að aukinn kraftur og athygli færist á málefnið. Allir nemendur framhaldsskóla eru velkomnir.