Fréttir

Kórinn að leggja af stað frá Bíldudal

Kórinn sem áætlað var að kæmi heim að kvöldi mánudags var veðurteptur á Bíldudal þar sem gist var í nótt. Nú er gert ráð fyrir brottför frá Bíldudal um kl. 16, því veður hefur aðeins lægt á heiðunum í kring, og áætluð heimkoma undir miðnótt.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð á suðursvæði Vestfjarða dagana 24. - 26. mars

Kórinn heldur tónleika í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd laugardaginn 24. mars kl. 16.30. Sunnudaginn 25. mars syngur kórinn við messu kl. 14 í Tálknafjarðarkirkju og um kvöldið kl. 20 verða almennir tónleikar í Félagsheimili Patreksfjarðar. Mánudaginn 26. mars heldur kórinn þrenna skólatónleika, fyrir Patreksskóla.Tálknafjarðarskóla og í Bíldudalsskóla en þeir tónleikar verða haldnir í Bíldudalskirkju. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir suðursvæði Vestfjarða. Fararstjóri er Orri Páll Jóhannsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni um Vesturland eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, E. Grieg, Pál Ísólfsson, Hallgrím Helgason, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga. Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 88 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára.

Handhafi Nótunnar 2012 er strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nemendur MH

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna var haldin um helgina. Þar komu fram fulltrúar frá fjölmörgum tónlistarskólum. Níu atriði fengu sérstaka viðurkenningu, þar á meðal strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá valdi dómnefnd eitt atriði sem þótti skara fram úr og hlaut að launum verðlaunagripinn Nótuna. Þetta var strengjakvartettinn, sem er skipaður: Sólveigu Steinþórsdóttur á fiðlu, Nínu Leu Z. Jónsdóttur á fiðlu, Rannveigu Mörtu Sarc á víólu og Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur á selló Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan sigur!

Nemendur MH fá verðlaun frá Umferðarstofu

Nemendur skólans tóku við verðlaunum úr hendi forseta Íslands  í dag á Bessastöðum í hugmyndasamkeppni nemenda í framhaldsskólum um fræðslu- og áróðursefni varðandi umferðaröryggi fyrir jafnaldra þeirra. Úr frétt af mbl.is (sjá fréttina hér) Besta ljósmyndin: „Þetta er í raun glæpur“ Sindri Benediktsson, nemandi í MH, bar sigur úr býtum fyrir bestu ljósmyndina. Að mati Umferðarstofu ber ljósmynd Sindra góðri hugmynd og þekkingu á ljósmyndatækni gott vitni. Það er sérlega eftirtektarvert að Sindri undirstrikar í þessari mynd það viðhorf að áhættuhegðun í umferðinni sem leiðir til líkamstjóns eða dauða sé í raun glæpur. Þetta gerir höfundur með því að setja í götuna teikningu af fórnarlambi umferðarslyss líkt og lögregla gerir á vettvangi morðs. Önnur verðlaun í flokknum besta slagorðið hlaut Hjalti vigfússon en það hljómar svona: Ekki leggja líf þitt í hendur þess sem er kenndur. Besti skólinn: Menntaskólinn við Hamrahlíð. Varaforseti nemendafélags MH, Sverrir Páll Sverrisson, veitti viðurkenningunni um besta skólann viðtöku. Menntaskólinn við Hamrahlíð hlaut sérstaka viðurkenningu frá Reykjavíkurborg en að öðrum ólöstuðum þóttu nemendur skólans sýna sérlega mikinn áhuga á keppninni og frá nemendum MH komu fram mjög góðar og margar hugmyndir.

Opið hús fyrir grunnskólanema fimmtudaginn 15. mars kl. 17:00 - 19:00

Fimmtudaginn 15. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn þeirra. Haustið 2012 verður innritað á breyttar brautir til stúdentsprófs - opna braut, félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Sjá upplýsingar hér. Einnig verður innritað á listdansbraut og IB-braut. Upplýsingar um umsókn um skólavist, inntökuskilyrði námsbrauta og viðmiðunarreglur MH við inntöku nýnema má finna í valstikunni hér efst til vinstri. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun bjóða gestum upp á kaffi og með því og syngur nokkur lög kl. 18:00. Meira um opna húsið...

Hamrahlíðarkórinn verður með fjáröflunar bingó sunnudaginn 4.mars í MH

Tilefnið er fyrirhuguð ferð á tónlistarhátíðina Europa Cantat sem haldin verður á Ítalíu í sumar. Bingóið hefst kl.16:00 og það er til margs að vinna. Auk þess verður kaffisala á staðnum og fatamarkaður. Spjaldið kostar 500 kr. og kaffihlaðborð aðrar 500 kr. Hamrahlíðarkórinn sér um skemmtun milli umferða en þar má m.a. nefna uppboð á gömlum flíkum kórstjórans.

Valvika 5.-12. mars!

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2012 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 5.- 12. mars.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða á heimasíðu MH ”Upplýsingar um val”  áfanga í boði og Áfanga  til að glöggva sig á framgangi valsins.  Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. It is high time to select courses for the autum term 2012. Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.

Lagningardagar 15. - 17. febrúar - Open days

Lagningardagar verða hér í MH 15. – 17. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Nemendur þurfa að mæta í skólann þessa daga samkvæmt eftirfarandi fyrirkomulagi: Open days with lectures, workshops, music, dance, drawing, drama and more. Attendance during Lagningardagar (15th, 16th and 17th of February):

Hamrahlíðarkórinn á Myrkum músíkdögum

Myrkir músíkdagar hafa verið mikilvægasti vettvangurinn fyrir framsækna nútímatónlist á Íslandi allt frá stofnum hátíðarinnar árið 1980. Hamrahlíðarkórnum hefur verið falið að halda tónleika á hátíðinni 12 sinnum, í fyrsta skipti árið 1983. Tónleikar kórsins á Myrkum músíkdögum í ár verða á sunnudag, 29. janúar kl. 15 í Háteigskirkju. Kórinn frumflytur m.a. nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason við ljóð Egils Skallagrímssonar og er tónverkið tileinkað kórnum. Á efnisskránni eru auk þess verk eftir þrjú önnur íslensk samtímatónskáld,

Nú eiga öll stúdentsefni vorsins að vera búin að tilkynna útskrift

Allir nemendur sem hyggja á útskrift vorið 2012 verða að mæta til áfangastjóra eða konrektors fyrir lok fimmtudagsins 19. janúar 2012.