19.10.2012
Skólinn verður lokaður vegna haustfrís föstudaginn 19. október og mánudaginn 22. október.
17.10.2012
Innritun nýrra nemenda í dagskóla fyrir vorönn 2013 hefst 1. nóvember og stendur til 23. nóvember.
Innritun fer fram á http://www.menntagatt.is/
15.10.2012
Gekkst þú frá valinu þínu?
16.10.2012
Fundurinn verður haldinn í stofu 11 kl 17:30 í MH í dag þriðjudaginn 16. okt. og hefst hann með kaffi og
meðlæti í boði skólans. Á dagskrá er:
1. Skýrsla stjórnar fyrir veturinn 2011 til 2012.
2. Kosning nýrrar stjórnar.
3. Önnur mál.
Eftir áfyllingu á kaffið mun Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá Embætti Landlæknis, flytja okkur fræðsluerindi undir
yfirskriftinni "Hver er staða kynheilbrigðis meðal ungs fólks? Geta foreldrar bætt um betur?
13.10.2012
Nú er gott að fara að huga að vali fyrir vorönn 2013 sem hefst næsta mánudag 8. október og lýkur viku síðar. Hér má nálgast lista yfir þá áfanga sem í boði verða og hér má sjá leiðbeiningar fyrir
val.
12.10.2012
Bleiki dagurinn 2012
Klæðumst bleiku sem tákni um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum!
03.10.2012
Lífshlaup framhaldsskólana hefst í dag miðvikudaginn 3. október. Við hvetjum alla MH-inga, nemendur og
starfsfólk til þess að taka þátt og skrá inn árangur sinn jafnt og þétt.
Hér getið þið skráð ykkur og gengið til liðs við skólann. Ítarlegri
leiðbeingar eru hér.
Koma svo MH-ingar!
01.10.2012
Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa
hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Halldóru Bjartar Ewen íslenskukennara fengu gestir að njóta söngs Kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á
skoðunum.
Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á var eins og í
almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra
sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.
19.09.2012
Á hverju hausti er foreldrum nýrra nemenda sent fréttabréf með ýmsum hagnýtum upplýsingum og hugleiðingum frá stjórnendum,
kennurum og nemendum. Ritstjórar eru Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson íslenskukennarar.
Í nýju Fréttabréfi til foreldra og
forráðamanna nýnema er boðað til kynningarfundar í skólanum 27. september nk. kl. 20:00 - 21:30. Í bréfinu gefur
að líta dagskrá kynningarfundarins en þar eru einnig stuttir pistlar til hugleiðingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Jafnframt eru þar
ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann.
Introductory evening for parents and guardians –Dear parents or guardians of new students attending MH, The school administration wishes to welcome you to an
introductory gathering in the school on Thursday, September 27th 2012 from 8 pm to 9:30 pm. We look forward to collaborating with you in the education of the young people who are beginning their
studies in MH.
11.09.2012
Lífsleikniferðin til Þingvalla er
í dag, miðvikudag. Í ferðinni eru rúmlega 200 nemendur og 8 kennarar í 5 rútum.
Farið var frá skólanum kl. 8:15
í yndislegu haustveðri.