Fréttir

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá dagskóla og fyrri lotu öldungadeildar/kvöldskóla.

Stundatafla og upphaf vorannar

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu um helgina eða eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 4. janúar. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before noon on January 4th. Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is Click on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð vor 2013. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar. Teaching will start on monday January 7th. Bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist is accesible in Inna.

Skrifstofa um jól og áramót

Skrifstofa skólans verður opin frá 10:00 - 14:00 fimmtudaginn 27.  og föstudaginn 28. desember. Skrifstofan verður síðan opnuð aftur fimmtudaginn 3. janúar 2013 kl. 8:30. Gleðilega hátíð!

Brautskráning stúdenta kl. 14:00 föstudaginn 21. desember

Í dag verða brautskráðir 78 nýstúdentar í athöfn sem hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Til hamingju með daginn stúdentar!

Birting einkunna 17. des. og staðfestingardagur 18. des.

Helstu tímasetningar frá prófalokum til útskriftar 17. des, mánudagur kl. 18:00 Einkunnabirting í Innu bæði fyrir dag og öld. Opnað fyrir staðfestingu vals hjá dagskóla. 18. des, þriðjudagur: Viðtalstími valkennara kl. 10 – 11. Prófasýning dag og öld kl. 11:15-12:15. Staðfestingu vals lýkur kl. 14:00. ALLIR NEMENDUR VERÐA AÐ STAÐFESTA VALIÐ SITT Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Þeir sem ekki staðfesta val og /eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist á vorönn 2013. Þegar búið er að birta einkunnir í Innu 17. des., hafa nemendur tíma fram til kl. 14:00 þann 18. des. til að staðfesta valið. Ef nemendur þurfa aðstoð við að breyta valinu gera þeir það með valkennara milli klukkan 10 og 11 þann 18. des. Listi yfir áfanga í boði vorið 2013 BREYTINGAR Á VALI Ef gera þarf breytingar á vali eru forsendur fyrir breytingum eftirfarandi: Fall í áfanga. Áfangi fellur út vegna þess að hann er ekki lengur í boði. Varaval var sett inn í stað áfanga sem féllu niður, vegna ónógrar þátttöku. Ný hraðferðarheimild. Nemandi fær ekki hraðferðarheimild í grein þar sem hann hefur gert ráð fyrir hraðferð, fær t.d. einkunn 7 í ÍSL103 en hefur valið ÍSL2034. Þá skal hann breyta vali. Synjun P-umsóknar Nemandi óskar að fækka tímum í töflu með því að taka burt áfanga án þess að annar komi í staðinn. Áfangar sem féllu út: BRI1012, BÓKF2AI05, ESPE1AG05, FÉL2336,FÉL3136, FÉL3236, ÍSL3F36, ÍSLE2LH05, LAT2036, LEI2Í36, LEI3F36, LÍF3136, SAGA2NÝ05, SAG2Þ36, SAG3E36, SÁLF2BK05, STÆR2AH05, STÆR2BH05, STÆR3AX05, ÞJÓ2636, ÞJÓÐ2BF05 Athuga þarf sérstaklega hvort varavalsáfangar séu orðnir of fáir.

Próf hefjast 3. desember

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.

Fréttir af góðgerðaviku NFMH

Nemendur MH gefa blóð eða fá aðra til að gefa blóð í sinn stað sbr. frétt á mbl.is ,,Hef heyrt orðið fáranlegt oft í dag"  

Skráning í stöðupróf

Stöðupróf verða á tímabilinu 28. nóv. til 8. desember. Nánari upplýsingar um próf og tíma má nálgast hér eða með því að smella á Stöðupróf í listanum á stikunni hér til vinstri.

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Próftafla nemenda fyrir haustönn 2012 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella á Próftafla  á lista vinstra megin. Athugið að próftaflan er einungis aðgengileg í Innu. Dagskólanemar mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:

Skokkað með Soffíu og vaknað með Kalla

Hlaupið eða gengið með skokkhópi Soffíu á mánudögum kl. 15:30 - 16:30:   Frískandi skokk eða ganga í lok skóladags. Fyrir nemendur og starfsmenn! Upphitun og teygjur en hraði að eigin vali. Vaknað með Kalla við kóreanskar morgunæfingar á miðvikudögum kl. 7:45 - 8:05: Farðu rólega af stað inn í daginn! Öndun, léttar teygjur, nudd. Slökun og íhugun.