14.10.2013
Við óskum Ásgrími Ara Einarssyni, Emil Kára Magnússyni, Guðna Fannari Kristjánssyni, og Kára Gunnarssyni til hamingju með
góðan árangur í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór 8. október
síðastliðinn. Með góðum árangri hafa þessir nemendur áunnið sér rétt til þátttöku í lokakeppninni
sem fram fer í mars á næsta ári. Þess ber að geta að Kári Gunnarsson var í þriðja sæti á neðra stigi og vann til
bókaverðlauna. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.
08.10.2013
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2014 verða að velja áfanga fyrir næstu
önn. Valið er bindandi og stendur frá 7.- 14. október. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða ”Upplýsingar um val” og áfanga í boði til að glöggva sig á framgangi valsins.
Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á
heimasíðu MH.
Yfirlit yfir brautir og námsferilsblöð skv. nýrri námskrá má
nálgast hér.
It
is high time to select courses for the spring term 2014.
Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
09.10.2013
Aðalfundur Foreldraráðs MH verður miðvikudaginn 9.okt kl 20 í stofu
11.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar
og kosning stjórnar.
Fræðsluerindi kvöldsins er um Núvitund og kynnir Bryndís Jóna
Jónsdóttir notkun gjörhygli til að minnka árekstra í samskiptum foreldra og unglinga.
Allir foreldrar nemenda í MH velkomnir.
01.10.2013
MH hlaut silfurverðlaun í keppninni hjólað í skólann í flokki skóla með yfir 1000 nemendur og starfsmenn.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann var föstudaginn 27. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veitt voru
verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fengu þrír efstu
framhaldsskólarnir í hverjum flokki viðurkenningu fyrir sinn árangur.
Vel gert MH-ingar!
Karen Björk Eyþórsdóttir forseti NFMH og duglegustu hjólagarparnir Sigurrós Eggertsdóttir og Urður Steinunn Önnudóttir Sahr
með verðlaunaskjöld MH.
26.09.2013
Á hverju hausti er foreldrum nýrra nemenda sent fréttabréf með ýmsum hagnýtum upplýsingum og hugleiðingum frá stjórnendum,
kennurum og nemendum. Ritstjórar eru Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson íslenskukennarar.
Í nýju Fréttabréfi til foreldra og forráðamanna
nýnema er boðað til kynningarfundar í skólanum mánudaginn 30. september nk. kl. 20:00 - 21:30. Í
bréfinu gefur að líta dagskrá kynningarfundarins en þar eru einnig stuttir pistlar til hugleiðingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra.
Jafnframt eru þar ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann.
Introductory evening for parents and guardians –Dear parents or guardians of new students attending MH, The school administration wishes to welcome you to an introductory gathering in the school on Monday, September 30th 2013 from 8 pm to 9:30 pm. We look forward to collaborating with you in the education of the young people who
are beginning their studies in MH.
26.09.2013
Menntaskólinn við Hamrahlíð er fylgjandi reglum um kynjakvóta.
Úr frétt á frétt RÚV
Blásið var til málþings um kynjakvóta í Gettu betur í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð í dag.
Ákvörðun um að sérhvert lið í Gettu betur vorin 2015 og 16 skuli vera skipað keppendum af báðum kynjum hefur vakið nokkrar deilur.
Úr frétt á Visir.is
„Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum þessu 28 ár sem Gettu betur hefur verið haldin að það sárvantar stelpur inn í
keppnina. Þá þurfa fleiri stelpur að taka þátt svo þær geti orðið fyrirmyndir fyrir þær sem yngri eru. Stundum þarf bara
að grípa inn í," segir Karen Björk Eyþórsdóttir, forseti NFMH.
17.09.2013
Í dag fór fram vel heppnuð rýmingaræfing. Nemendur, kennarar og annað starfslið stóð sig frábærlega og skólinn var rýmdur
hratt og örugglega á mjög góðum tíma eða á rétt innan við 4 mínútum. Vel gert öll!
12.09.2013
Í næstu viku hvetjum við alla til að hjóla, ganga, línuskauta eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla.
Allir MH-ingar (starfsfólk og nemendur) eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem heitir Hjólum í
skólann sem er á vegum ÍSÍ.
Keppnin er dagana 16.-20. sept n.k. að báðum dögum meðtöldum.
Skráning á http://www.hjolumiskolann.is/ og velja lið MH.
Koma svo MH-ingar!
29.08.2013
Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, fæddist í Reykjavík hinn 1. september 1913. Í tilefni aldarafmælisins
verður efnt til hátíðar í skólahúsi MH næstkomandi helgi, hraðskákmót á laugardegi og málþing á
sunnudegi.
Báðir atburðir hefjast kl. 14:00. Allir eru velkomnir en bent er á að keppendur á Minningarmótinu verða að skrá sig til leiks á
skak.is.
Minningarmótið er öllum opið og gert er ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt. Gamlir nemendur Guðmundar eru
sérstaklega hvattir til þátttöku sem og auðvitað allir skákáhugamenn sem margir hverjir minnast þessa merka manns með miklum
hlýhug.
Á málþinginu verður í stuttum erindum fjallað um framlag Guðmundar, en hans er minnst með þakklæti og virðingu sem kennara,
skákmeistara, fræðimanns, frumkvöðuls, leiðtoga og tónlistarunnanda.
09.07.2013
Aðgangi allra nemenda að Innu var lokað í júní vegna vinnu við stundatöflur. Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa
skólagjöldin verða aðgengilegar upp úr miðjum ágúst. Nánari upplýsingar verða hér á heimasíðunni þegar
nær dregur. Inna has been closed and will open again to those that have paid the school tuition when individual timetables are ready around the middle of August. More information
here around the middle of August.
Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á Miklagarði, hátíðarsal skólans, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13:00
stundvíslega. All new students are required to attend a meeting with the school principal on Wednesday, August 21st at 1 pm in the school auditorium.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Teaching will start according to timetables on Thursday, August 22nd. Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust! Have a nice summer holiday!