Fréttir

Inna lokuð nemendum fram yfir próf - Inna is closed to students

Aðgangi nemenda að Innu hefur nú verið lokað fram yfir prófatímann og verður opnuð kl. 18:00 mánudaginn 16. desember. Inna is closed to student until  6 pm on Monday the 16th of December.

Prófatímabil 2. - 13. desember

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum!

Dimissjón

Stúdentsefni kveðja skólann með skemmtun á sal kl. 11:10 - 12.10. Kennsla fellur niður á þeim tíma. Gangi ykkur vel í próflestri dimitantar!

Prófkvíði og undirbúningur fyrir próf/Exam anxiety and exam preparation

Örnámskeið um skipulag, prófundirbúning og prófkvíða verða í st. 41 kl. 12:15 - 12:35  þriðjudaginn 19. nóv., miðvikudaginn 20. nóv. og fimmtudaginn 21. nóv.  Exam preparation with School Counselor, wed. 20/11 13:50-14:25 in room 41 Náms- og starfsráðgjafar benda einnig nemendum á prófkvíðakönnun á heimasíðu sálfræðinga á http://www.persona.is/.  

Lið MH stóð sig vel í framkvæmdakeppinni Boxinu

Lið MH tók þátt í framkvæmdakeppninni boxinu i HR laugardaginn 9.nóvember. Liðið þótti standa sig mjög vel. Þau fengu sérstaka viðurkenningu fyrir lausn sína á þrautum Marorku og TM software. Í umsögn Marorku kom t.d. fram að lausn liðsins hefði farið fram úr öllum væntingum þeirra sem bjuggu þrautina til. Liðið skipuðu Eydís Blöndal, Gabríel Darri Mikaelsson, Guðni Fannar Kristjánsson, Sölvi Rögnvaldsson og Tryggvi Þór Pétursson. Ríkissjónvarpið var á staðnum og þáttur um keppnina verður sýndur í ríkissjónvarpinu þegar fram líða stundir.

Leiktu betur sigur!

Leiktu betur spunakeppni framhaldsskólanna var haldin sl. föstudagskvöld. Keppnin var haldin Tjarnarbíói og er hluti af Unglist sem haldin var í síðustu viku á vegum Hins Hússins og Reykjavíkurborgar. Vel var mætt á keppnina og þurftu margir frá að hverfa vegna húsfyllis. Leiktu betur er keppni í Lekhússporti sem er spuni þar sem fjögurra manna lið keppa í því að búa til óundirbúna spuna.  Sex skólar sendu lið til keppninnar og var keppnin allhörð. Lið MH fór með sigur úr bítum í keppninni, sigraði með yfirburðum. Í liðinu voru: Vilhelm Þór Netó, Tómas Gauti Jóhannsson, Tryggvi Björnsson og Hákon Jóhannesson.

Viðurkenning

Á málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í gær var sérstaklega fjallað um íslensku sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi. Þar afhenti Guðrún Kvaran, formaður íslendrar málnefndar, þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir árangursríkt starf á þessu sviði. Meðal þeirra var Valgerður Garðarsdóttir sem tók við viðurkenningu vegna starfs hennar, Þóreyjar Torfadóttur og annarra hér á bæ í þágu umrædds nemendahóps, ekki síst vegna þeirrar séraðstoðar utan kennslustunda sem viðkomandi nemendum gefst kostur á. Frétt mbl.is

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 8. nóvember. Próftafla í desember 2013

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti "Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er". Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður af samstarfsaðilum Sýndu í verki að þú sért á móti einelti og skrifaðu undir þjóðarsáttmálann  Í Menntaskólanum við Hamrahlíð er einelti ekki liðið. Ef grunur vaknar um einelti meðal nemenda eða starfsmanna skal strax tekið á málum. Hér má lesa hver er stefna og viðbragðsáætlun MH gegn einelti  Stefna og viðbragsáætlun MH gegn einelti 

Haustfrí

Skólinn er lokaður vegna haustfrís föstudaginn 18. og mánudaginn 21. október. Hafið það gott í haustfríinu!