23.12.2017
Dagana 22., 28. og 29. desember er skrifstofa skólans opin 10:00-14:00.
Skrifstofan verður opnuð 3. janúar á nýju ári kl. 08:30.
Gleðilega hátíð og njótið jólanna með fjölskyldu og vinum.
20.12.2017
Þann 21. desember var brautskráður 181 stúdent frá skólanum af sex námsbrautum. Þrír nemendur luku námi af tveimur brautum og flestir brautskráðust af opinni stúdentsbraut eða 70 stúdentar . Dúxar skólans að þessu sinni voru tveir, þ.e. Sigrún Rósa Hrólfsdóttir og Kári Steinn Aðalsteinsson sem voru með 9,50 í meðaleinkunn. Alls voru brautskráðir 9 nemendur með ágætiseinkunn, þ.e. yfir 9,0 í meðaleinkunn. Brautskráningarhópurinn að þessu sinni er sá fjölmennasti um jól í 51 árs sögu skólans. Á almanaksárinu 2017 útskrifaði skólinn alls 333 nemendur á 8 námsbrautum.
Fjöldi stúdenta með sérhæfingu í tónlist var að útskrifast að þessu sinni og spiluðu m.a. Klara Rosatti nýstúdent og Herdís Ágústa Linnet tónlist fyrir gesti áður en athöfnin hófst. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng á athöfninni undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar auk þess sem nýstúdentar í kórnum fluttu tónlist og Ingibjörg Ragnheiður Linnet nýstúdent lék á trompet.
19.12.2017
Nemendur sem brautskrást fimmtudaginn 21. desember eiga að mæta á útskriftaræfingu miðvikudaginn 20. desember kl. 18:00. Gert er ráð fyrir að æfingin taki eina og hálfa klukkustund og er mjög áríðandi að öll útskriftarefni mæti tímanlega.
All students who are graduating on Thursday December 21st are required to attend a graduation rehersal at 6 pm on Wednesday December 20th. the rehersal will aproximately be one and a half hour. Students are asked to be on time for the rehersal.
14.12.2017
Mánudaginn 18. desember kl. 16:00 verða einkunnir birtar í INNU.
Þann 19. desember er staðfestingardagur. Dagskrá staðfestingardags er eftirfarandi: Viðtalstímar valkennara verða frá 10:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 14:00. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í janúar.
Grades will be published Monday 18th of Dec. at 16.00.
Timetable on course selection day Tuesday Dec. 19th: Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00. Viewing of exams is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the exams. Confirmation or adjustment of the course selection for spring semester has to be completed by 2 o´clock.
07.12.2017
Nýskipuð skólanefnd MH kom saman í fyrsta sinn miðvikudaginn 6. desember. Nefndina skipa Hildur Sverrisdóttir, Karl Sigurðsson, Margrét M. Norðdahl, Ragnar Guðmundsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir sem jafnframt mun gegna embætti formanns nefndarinnar. Fulltrúar starfsmanna í nefndinni eru Halldóra Björt Ewen og Stefan Christian Otto og fulltrúi foreldra er Halla Sigrún Arnardóttir. Forseti NFMH, Enar Kornelius Leferink er fulltrúi nemenda í skólanefnd.
Rektor MH situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar og konrektor er ritari nefndarinnar. Skólanefndin fundar að jafnaði síðasta miðvikudag í mánuði, annan hvern mánuð.
05.12.2017
Náms- og starfsráðgjafar MH hvetja nemendur til að mæta vel úthvíldir í próf, að borða hollan og góðan morgunmat á prófdag og mæta tímanlega í prófið. Þegar próf er tekið geta eftirfarandi þættir skipt miklu máli.
27.11.2017
Síðasta kennsluvikan er runnin upp og verður kennt til og með miðvikudagsins 29. nóvember. Prófin hefjast 1. desember og standa yfir til og með 13. desember.
Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30 og bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 2. og 9. desember kl. 10-14.
Nemendum er óskað góðs gengis í prófunum sem eru framundan.
The last day of teaching is 29th of November. The final exams start December 1st and will end December 13th. Students that are ill during the finals must phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day and they will receive information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor´s note at the start of the makeup exams. The School office is open from 8:30 am - 3:30 PM from Monday to Friday.
The Library is open Monday to Friday from 8 am - 6 pm and Saturday December 3rd and 9th from 10 am - 2 pm.
Good luck with your exams!
24.11.2017
Dimmision útskriftarefna fór fram í dag og er hópurinn sá stærsti í sögu skólans sem útskrifast um jól eða rúmlega 180. Dagurinn hófst á morgunverði inn á Matgarði þar sem starfsfólk og útskriftarefnin komu saman. Samkvæmt hefðinni var boðið upp á skemmtun kl. 11:30 þar sem útskriftarefnin sýndu skemmtiatriði við mikla lukku samnemenda.
Óhætt er að fullyrða að útskriftarefnin hafi verið til fyrirmyndar og skólanum til sóma.
20.11.2017
Kötturinn Simbi hefur gert sig heimakominn í MH á þessu haustmisseri. Simba virðist líka vel athyglin sem hann fær frá nemendum og starfsfólki skólans og mætir gjarna í tíma en þýska er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hægt er að fylgjast betur með Simba og heimsóknum hans í MH á facebooksíðu skólans.
16.11.2017
Því miður liggur umsóknarvefur Menntagáttar (www.menntagatt.is) niðri og þurfa umsækjendur að sækja um skólavist í gegnum www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember næstkomandi og verður öllum umsóknum svarað í byrjun desember.