05.04.2018
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sérúrræði í prófum í gegnum Innu.
03.04.2018
Alec Elías Sigurðarson náði glæsilegum árangri og sigraði annað árið í röð í Landskeppni í efnafræði og Tómas Ingi Hrólfsson varð í sjötta sæti.
Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt í Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Osló dagana 16.-19. júlí og í
50. Alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Tékklandi og Slóvakíu dagana 19.-29. júlí.
Við óskum þeim Alec Elíasi og Tómasi Inga innilega til hamingju með árangurinn.
23.03.2018
Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar.
Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
• Tvö próf eru á sama tíma
• Þrjú próf eru á sama degi
• Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
20.03.2018
Skráning á sumarönn er hafin og fer fram hjá námsráðgjöfum, áfangastjóra eða námstjórum. Endilega skráið ykkur sem fyrst svo við getum staðfest hvaða áfangar verða í boði. Sumarönn er einungis fyrir nemendur MH.
20.03.2018
GULA GENGIÐ sigraði í Beta deild í Forritunarkeppni framhaldsskólanna, sem er þyngra stig keppninnar, en liðið var skipað þeim Tristani Ferrua Edwardssyni úr MH og Bjarna Degi Thor Kárasyni úr MR. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
19.03.2018
Laugardaginn 17. mars voru úrslit stærðfræðikeppninnar Pangeu haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð. 90 nemendur í 8. og 9. bekk víðsvegar af landinu tóku þátt eftir að hafa skarað fram úr hópi 2763 nemenda úr 67 skólum sem skráðir voru til leiks í ár. Eftir að úrslitakeppninni lauk skemmtu uppistandarinn Alice Bower, sönghópurinn Mr. Norrington og trommusveitin African Lole nemendum og aðstandendum þeirra. Frú Eliza Reid veitti svo stigahæstu nemendunum glæsileg verðlaun og fengu allir nemendur viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn. Sigurvegarar keppninnar voru Þorkell Auðunsson í 9. bekk úr Hagaskóla og Ingi Hrannar-Pálmason í 8. bekk úr Brekkuskóla.
Pangea er alþjóðleg stærðfræðikeppni og aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga á stærðfræði hjá grunnskólanemum. Keppnin var fyrst haldin á Íslandi árið 2016 og er skipulag hennar í höndum sjálfboðaliða úr Félagi Horizon og raungreina- og verkfræðinemum. Hún er haldin með góðum stuðningi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og Reon. Verkefnið var einnig styrkt af Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Landsbankanum og Eflu verkfræðistofu.
12.03.2018
17. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram 28. febrúar. Alls tóku þátt 102 nemendur úr sjö skólum. Efstu keppendunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands helgina 24.-25. mars.
Alec Elías Sigurðsson náði frábærum árangri og sigraði með 96,5 stig af 100 mögulegum og Tómas Ingi Hrólfsson varð í 10. sæti. Sannarlega glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju.
09.03.2018
Nemendur - munið eftir að velja fyrir haust 2018.
Dagana 5.-11. mars velja nemendur áfanga fyrir næstu önn. Samkvæmt hefðinni er framboð áfanga fjölbreytt en mikilvægt er að nemendur kynni sér vel undanfarareglur einstakra áfanga. Á forsíðu heimasíðu skólans er að finna nánari upplýsingar og leiðbeiningar undir Valvika haust 2018.
06.03.2018
Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir frá 5. mars til 13. apríl. Lokainnritun nemenda í 10. bekk er frá 4. maí til og með 8. júní.
Innritun eldri nemenda er frá 6. apríl til og með 31. maí. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel inntökuskilyrði og námsframboð MH en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.
01.03.2018
Á opnu húsi í MH gefst 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðu í skólanum. Leikfélag NFMH flytur atriði úr Miðnætti í París og kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja tónlist. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á.