Fréttir

Töflubreytingum er lokið

Töflubreytingum er lokið þetta haustið. 27. ágúst er síðasti dagur til að segja sig úr áfanga án falls og fer það fram hjá námstjórum á auglýstum viðtalstímum. Nemendur sem eru undir 18 ára þurfa að hafa samþykki foreldra sinna fyrir þeim breytingum.

Töflubreytingum er lokið

Töflubreytingum er lokið. Þeir sem enn telja sig þurfa að fá breytingu geta haft samband við námstjórana í auglýstum viðtalstímum. Mappa með áföngum þar sem enn eru laus pláss hefur verið sett fyrir frama skrifstofuna.

Töflubreytingum hætt í gegnum INNU

Töflubreytingum er lokið í gegnum INNU. Þær óskir sem komu inn í dag verða afgreiddar um leið og hægt er.

Fyrsti kennsludagur haustannar

Skólasetning verður á Miklagarði kl. 9:10 mánudaginn 20. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu.

Töflubreytingar - framhald

Í Töflubreytingunum kemur upp hópur sem heitir P í sumum áföngum. Það er ekki hægt að sækja um hann. P umsóknir voru afgreiddar í vor á staðfestingardegi. Ef þið þurfið að láta skoða það eitthvað nánar þá verðið þið að koma á skrifstofuna. Gangi ykkur vel.

Töflubreytingar

Töflubreytingar fara núna í fyrsta skipti fram í INNU. Ef nemendur fá höfnun þá er OFTAST ástæðan sú að hópurinn sem valinn var, var fullur. Verið er að uppfæra forritið í þessari viku með einhverjum viðbótum sem gera ferlið þægilegra. Vonum það besta og vonandi gengur þetta allt vel.

Stöðumat í þriðju málum

Stöðumat fyrir nemendur MH í frönsku, spænsku og þýsku verða haldin mánudaginn 20. ágúst kl. 16.30. Nemendur vinsamlegast skrái sig með því að senda tölvupóst á viðkomandi fagstjóra. Prófin eru bæði munnleg og skrifleg. Franska Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, san@mh.is. Mæting í stofu 33. Spænska Anna Pála Stefánsdóttir, aps@mh.is. Mæting í stofu 36. Þýska Katharina Helene Gross, kat@mh.is. Mæting í stofu 27.

Upphaf skólaársins

Nemendur og starfsfólk er boðið velkomið á haustönn 2018. Nýnemar mæta á kynningafund á sal (Mikligarður) föstudaginn 17. ágúst kl. 13:00 Skólasetning er kl. 9:10 mánudaginn 20. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur nemenda opnast eftir 13:00, 14. ágúst. Lokadagur til að segja sig úr áfanga án falls er 27. ágúst og frestur til að staðfesta P-áfanga hjá kennara er 3. september. Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel almanak haustannar sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans.

Nýr rektor MH skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra

Steinn Jóhannsson hefur verið skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans við Hamrahlíð ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að skipa Stein í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018. Þrjár umsóknir bárust um embætti rektors skólans. Steinn hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu á framhalds- og háskólastigi og síðan 2017 hefur hann starfað sem konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð og sem settur rektor skólans frá febrúar til apríl 2018. Steinn hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem formennsku í Skólameistarafélagi Íslands og siðanefnd Háskólans í Reykjavík. Helga Jóhannsdóttir mun gegna stöðu konrektors á haustönn 2018 en Helga gegndi m.a. stöðu áfangastjóra sl. skólaár og hefur kennt stærðfræði  við skólann síðustu ár.

Skrifstofan opnar 8.ágúst

Skrifstofan verður opnuð miðvikudaginn 8. ágúst kl. 10:00.