21.12.2018
Þann 28. desember nk. er skrifstofa skólans opin 10:00-14:00. Skrifstofan verður opnuð 3. janúar á nýju ári kl. 10:00.
Gleðilega hátíð og njótið jólanna með fjölskyldu og vinum.
19.12.2018
Brautskráning fer fram föstudaginn 21. desember kl. 14:00. Alls verða brautskráðir 130 nemendur af sex námsbrautum.
Dagskráin verður fjölbreytt samkvæmt hefðinni og verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning nemenda, nýstúdenta og kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.
17.12.2018
Þann 19. desember er staðfestingardagur. Einkunnir verða birtar eftir kl. 16:00 þriðjudaginn 18. desember.
Dagskrá staðfestingardags er eftirfarandi: Viðtalstímar valkennara verða frá 10:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 14:00. Hægt er að sækja um P á heimasíðunni. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í janúar.
Áfangar sem falla niður vor 2019:
EÐLI4CV05, FÉLA3CS05, ÍSLE3CP05, HÚSS3BF05, ÍTAL2EE05, JAPA2DD05, LEIK3CS05, SAG3CU05, SPÆN2EF05, STÆR2BH05, STÆR3CQ05 RÚSS1AA05, RÚSS1BB05
Grades will be published in INNA Monday 19th of Dec. at 16.00.
Timetable on course selection day Wednesday Dec. 19th: Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00. Viewing of exams is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the exams. Confirmation or adjustment of the course selection for spring semester has to be completed by 2 o´clock.
14.12.2018
Á haustönn 2018 voru 500 nemendur með 10 í skólasóknareinkunn eða 43% nemenda. Til að fá 10 í skólasóknareinkunn þurfa nemendur að vera með a.m.k. 95% skólasókn. Tæplega 800 nemendur voru með 90% skólasókn og er það mjög jákvæð niðurstaða og sýnir hversu einbeittir nemendur eru að mæta vel í skólann. Alls voru 45 nemendur með óaðfinnanlega skólasókn, þ.e. mættu 100% í alla tíma yfir önnina.
Við óskum nemendum til hamingju með mjög góða skólasókn á haustönn.
03.12.2018
Um helgina fór fram úrslitakeppni Mennta Maskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla sett á nýsköpun í velferðatækni. Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík. Í liði MH sem tók þátt voru Orri Starrason, Hekla Aradóttir, Fannar Þór Einarsson, Stefán Logi Baldursson og Þorsteinn Sturla Gunnarsson sem stóðu sig mjög vel en liðið sem vann kom frá Tækniskólanum. Lið MH naut leiðsagnar Jóns Ragnars Ragnarssonar hagfræðikennara.
26.11.2018
Þann 1. des nk. mun kór skólans taka þátt í tónleikum í Hörpu sem bera yfirskriftina „Íslendingasögur: Sinfónísk sagnaskemmtun“ sem er haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en það er ríkisstjórn Íslands sem býður þjóðinni til veislu sem verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 20:00. Það er sannarlega heiður fyrir kór skólans að vera þátttakandi í þessari tónlistarveislu sem stór hluti þjóðarinnar mun horfa á.
19.11.2018
Helga Jóhannsdóttir sem er settur konrektor í MH á haustönn hefur verið ráðin konrektor frá 1. janúar 2019.
Helga hefur víðtæka reynslu af kennslu, af námsefnis- og námskrárgerð í framhaldsskóla og hefur verið settur áfangastjóri 2017-2018. Helga útskrifaðist sem stúdent frá MH 1985 og hóf kennslu við MH 1993 að loknu háskólanámi.
19.11.2018
Stöðupróf í norsku/sænsku verða haldin laugardaginn 8. des. kl. 10:00. Próftakan kostar kr. 12.000-.
Próftakar þurfa að millifæra prófgjaldið inn á 0323-26-106, kt. 460269-3509, fyrir kl. 12:00 7. desember og mæta með kvittun fyrir millifærslunni í prófið, ásamt skilríkjum. Þegar millifærsla á sér stað, þá vinsamlega tilgreinið í skýringu kennitölu próftaka. Skráning fer fram í gegnum viðburðir sem er að finna hægra megin á heimasíðu skólans.
Óski próftaki eftir að þreyta próf í öðrum skóla en MH þá þarf viðkomandi að fá leyfi fyrir próftöku í eigin skóla.
16.11.2018
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður með tónleika í kvöld 16. nóvember kl. 21:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis.
16.11.2018
Í dag er dagur íslenskrar tungu. Við í MH munum halda hann hátíðlegan með uppákomu á sal. Hringt verður á sal klukkan 8:45 þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og íslenskufræðingur, mun heiðra okkur með nærveru sinni. Þar verður dagskrá undir stjórn íslenskudeildar MH.
Hafragrauturinn verður aðeins seinna á ferðinni en vanalega eða kl. 10:10