14.06.2018
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur lokið úrvinnslu umsókna 10. bekkinga. Um leið og miðlægri úrvinnslu umsókna lýkur hjá Menntamálastofnun og öllum umsækjendum hefur verið tryggð skólavist munu umsækjendur sjá stöðu umsókna inn á menntagatt.is
Þegar Menntamálastofnun gefur skólanum leyfi til að senda út svör (væntanlega eftir 18. júní) þá munu samþykktir umsækjendur fá tölvupóst og forráðamenn fá greiðsluseðil innritunargjalda í heimabanka. Greiðsla innritunargjalda er staðfesting á skólavist.
Að svo stöddu mun skólinn því ekki veita nein svör um stöðu einstakra umsókna.
13.06.2018
Mánudaginn 11. júní bauð franski sendiherrann til móttöku í sendiherrabústaðnum við Skálholtsstíg. Tilefni boðsins var að verðlauna þá nemendur í framhaldsskólum sem stóðu sig afburða vel í frönsku á stúdentsprófi. Tveir nemendur úr MH voru boðnir í móttökuna, þær Diljá Þorbjargardóttir og Ásdís Sól Ágústsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!
27.05.2018
Brautskráðir voru 166 nemendur frá skólanum af átta námsbrautum. Fjórir nemendur luku námi af tveimur brautum og flestir brautskráðust af opinni braut, 61 stúdent. Af öðrum brautum voru brautskráðir 21 af félagsfræðabraut, 11 af listdansbraut, 41 af náttúrufræðibraut, 10 af málabraut, 18 á námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs (IB braut), 3 af sérnámsbraut og 5 af tónlistarbraut. Kynjaskipting var þannig að konur voru 101 og karlar 65.
Sextán nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn, þ.e.a.s. fengu yfir 9 í vegna meðaleinkunn sem er metfjöldi stúdenta með ágætiseinkunn við einu og sömu útskriftina. Hæstu einkunnirnar, þ.e. dúx, hlaut Enar Kornelius Leferink sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut með 9,88 í meðaleinkunn. Semiduxarskólans voru þeir Davíð Sindri Pétursson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og Gunnar Sigurðsson sem brautskráðist af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði. Flestum námseiningum í heildina lauk Katrín Guðnadóttir, samtals 304 einingum en hún brautskráðist bæði af náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut.
Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Enar Kornelius Leferink og Snædís Björnsdóttir og við athöfnina frumflutti Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Stökk“ eftir Þórð Hallgrímsson nýstúdent.
22.05.2018
Brautskráning verður laugardaginn 26. maí. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 14:00 með áætluðum lokum um kl. 16:00. Útskriftaræfing verður föstudaginn 25. maí kl. 18. Áríðandi er að öll útskriftarefni mæti stundvíslega.
Graduation ceremony will be held on Saturday May 26th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 2 pm and expected to end around 4 pm. Graduation rehersal is at 6 pm on Friday the 25th. It is important that all students attend on time.
21.05.2018
Nemendur sem brautskrást laugardaginn 26. maí eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 25. maí kl. 18:00. Gert er ráð fyrir að æfingin taki eina og hálfa klukkustund og er mjög áríðandi að öll útskriftarefni mæti tímanlega.
All students who are graduating on Saturday May 26th are required to attend a graduation rehersal at 6 pm on Friday 20th of May. The rehersal will aproximately be one and a half hour. Students are asked to be on time for the rehersal.
18.05.2018
Sumarönn mun standa frá 4. júní til og með 30. júní. Eftirfarandi áfangar eru í boði: STÆR3DD05, SAGA2BM05 og ÍSLE3EE05 auk yndislestraráfanga í ensku.
28.04.2018
Nú eru lokapróf að hefjast og gott að rifja upp hollráð náms- og starfsráðgjafa MH.
Nemendur eru hvattir til að mæta vel úthvíldir í próf, borða hollan og góðan morgunmat á prófdag og mæta tímanlega í próf.
Þegar próf er tekið geta eftirfarandi þættir skipt miklu máli.
Vertu jákvæð/ur.
Hlustaðu vel á fyrirmæli og leiðbeiningar kennara.
Lestu allar leiðbeiningar og spurningar vel.
Skrifaðu skýrt og greinilega.
Athugaðu vægi spurninga og svaraðu þeim léttu fyrst.
Dveldu ekki of lengi við spurningu sem þú getur ekki svarað strax, merktu hana greinilega og geymdu en ekki gleyma henni.
Einbeittu þér að prófinu sjálfu og notaðu tímann vel.
Leitaðu aðstoðar hjá kennara ef þú ert í vafa um einhver atriði eða ef þú ert í vandræðum.
Gættu þess að lenda ekki í tímaþröng.
Farðu vel yfir prófið.
24.04.2018
Veikindi á prófdegi verður að tilkynna í gegnum Innu, samdægurs fyrir kl.14. Vinsamlegast tilgreinið áfangann í athugasemd.
Smelltu á fyrirsögnina til að lesa meira.
18.04.2018
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur sína árlegu vorannartónleika á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl kl.14:00, í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Flutt verða kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Hansruedi Willisegger og Hreiðar Inga. Einnig hljóma madrígalar eftir Orlando di Lasso og útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Árna Harðarson, Jón Ásgeirsson og Róbert A. Ottósson. Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi. Aðgangur er ókeypis. Veitingar verða til sölu að tónleikum loknum en ágóði af sölu þeirra rennur í ferðasjóð kórsins.
17.04.2018
Stöðupróf í norsku/sænsku verða haldin laugardaginn 5. maí. kl. 10:00. Próftakan kostar kr. 12.000-. Próftakar þurfa að millifæra prófgjaldið inn á 0323-26-106, kt. 4602693509, fyrir kl. 13:00 4. maí og mæta með kvittun millifærslu í próf. Þegar millifærsla á sér stað, þá vinsamlega tilgreinið í skýringu kennitölu próftaka. Skráning fer fram í gegnum viðburðir sem er að finna hægra megin á heimasíðu skólans. Óski próftaki eftir að þreyta próf í öðrum skóla en MH þá þarf viðkomandi að fá leyfi fyrir próftöku í eigin skóla.