Fréttir

Lífshlaupið 2018

Menntaskólinn við Hamrahlíð tekur þátt í Lífshlaupinu 2018, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 31.janúar og stendur til 20. febrúar. Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is Nemendur og starfsfólk skólans er hvatt til þátttöku og stuðla þannig að heilbrigðari lífsháttum.

MH á BETT 2018

Sjö starfsmenn MH eru á BETT-ráðstefnunni í Englandi dagana 24.-27. janúar. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum sem fjallar um tækninýjungar í kennslu og hvernig skólar hafa lagað sig að breyttu umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk á tímum svokallaðrar fjórðu iðnbyltingar. Á ráðstefnunni hefur m.a. komið fram áhersla á að skólar dragist ekki aftur úr í tæknibyltingunni heldur séu virkir þátttakendur eins og unga fólkið.

Fræðsluerindi um einmannaleika

Föstudaginn 19. janúar heldur Óttar Birgisson sálfræðingur fræðsluerindi um einmanaleika og leiðir til að draga úr vanlíðan. Erindið hefst kl. 14:10 í stofu 11. Eru nemendur jafnt sem starfsfólk hvatt til að mæta.

Lið MH áfram í 8 liða úrslit Gettu betur

Lið MH keppti í 16 liða úrslitum Gettu betur 16. febrúar og var andstæðingurinn Framhaldsskólinn á Laugum. Leikar fóru þannig að MH sigraði með 39 stigum gegn 15 stigum Norðanmanna. Lið MH skipa Guðmundur Ingi Bjarnason, Gunnar Ólafsson og Sædís Ósk Arnbjargardóttir. MH er því komið í 8 liða úrslit sem hefjast á RÚV þann 16. febrúar. Dregið verður í viðureignir í Kastljósinu næstkomandi fimmtudag og þá mun liggja fyrir hver verður andstæðingur MH í næstu umferð.

Hafragrautur þriðjudaga til föstudaga í MH

Nemendur eru minntir á hafragrautinn sem er í boði skólans þriðjudaga til föstudaga upp úr klukkan 09:00. Hafragrauturinn er fullur af orku og inniheldur m.a. trefjar, prótín, járn og vítamín. Með því að borða grautinn á morgnana verða nemendur betur tilbúnir í verkefni dagsins því vart þarf að minna á hversu mikilvægur næringaríkur morgunverður er. Nemendur þurfa að koma með eigin ílát undir grautinn en einnig er hægt að kaupa ílát á staðnum á hófsömu verði.

MH áfram í aðra umferð Gettu betur

Í vikunni keppti lið MH í Gettu betur og andstæðingurinn var Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu. Leikar fóru þannig að MH fékk 45 stig gegn 13 stigum andstæðinganna. Lið MH skipa Guðmundur Ingi Bjarnason, Gunnar Ólafsson og Sædís Ósk Arnbjargardóttir. Í næstu umferð sem fer fram þriðjudaginn 16. janúar mætir MH liði Framhaldsskólans á Laugum.

MH-ingur sigrar í smásögusamkeppni FEKÍ

Áslaug Hrefna Thorlacius sem útskrifaðist frá MH í desember hlaut fyrstu verðlaun í flokki framhaldsskóla fyrir smásögu sína Deep Dreams í árlegri samkeppni á vegum FEKÍ (Félag enskukennara á Íslandi). Verðlaunaafhending mun fara fram hjá Bessastaðabóndanum í mars. Þess má geta að á útskriftinni í desember hlaut Áslaug Hrefna viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku.

Háskólahermir fyrir nemendur MH fimmtudaginn 11. janúar kl. 12:20

Kynningarfundur verður haldinn í hátíðarsal MH, Miklagarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 12:20. Háskólahermirinn er fyrir nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla og vilja kynnast af eigin raun því sem HÍ hefur upp á bjóða. Eru nemendur MH hvattir til að mæta á fundinn.

Stundatöflur vorannar 2018 / Timetables for Spring 2018

Stundatöflur vorannar 2018 (see English below) Stundatöflur nemenda opnast laugardaginn 30. desember. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga og opnast stundatöflur í kjölfarið. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 18:00 þriðjudaginn 2. janúar. Stokkakerfi stundatöflu MH má sjá inn á mh.is undir námið. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 5. janúar kl. 09:00. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. Timetables for Spring 2018 Students who have paid their tuition fee can check their timetable on Inna December 30th at 4PM. If necessary apply for changes to your class timetable as soon as possible and before noon on August 16th.

Upphaf vorannar 2018 / Beginning of Spring Semester 2018

Kennsla á vorönn 2018 hefst föstudagurinn 5. janúar kl. 9:00 samkvæmt stundatöflu. Kynningarfundur fyrir nýja nemendur verður haldinn fimmtudaginn 4. janúar kl. 14:00 inn á Miklagarði og er afar mikilvægt að nýir nemendur mæti á þann fund. Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU laugardaginn 30. des. eftir kl. 16:00. Nemendur athugið að til þess að sjá heila viku af stundatöflu þarf að skoða vikuna 8.-14. janúar. Skrifstofa skólans opnar 3. janúar kl. 8:30. First day of teaching on new year is 5th of January at 9:00AM. An orientation for new students will be 4th of January at 2PM in Mikligarður. It is very important for new students to attend the meeting. Student timetables will be accessable in INNA 30th of December at 4PM. The school will open on 3rd of January at 8:30AM