03.05.2015
Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00
samdægurs. Nemandinn mætir með læknisvottorð í sjúkrapróf.
Students that fall sick during the finals must phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam
day. Students need to hand in
a doctor’s note at the start of makeup exams.
28.04.2015
Próf hefjast mánudaginn 4. maí og standa til mánudagsins 18. des. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna
skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í
sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Próftafla
Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30.Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og
laugardaginn 9. maí kl. 9 – 16.
Harpa Hafsteinsdóttir prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel
í prófunum!
Final exams start on the 1st of May. and end on the 18th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam
day at which time they will receive information regarding makeup exams. Students
need to hand in a doctor’s note at the start of makeup exams. Exam
table
The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and Saturday May 9th 9 am - 4 pm.
Harpa Hafsteinsdóttir is the administrator in charge of exams. He can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days.
Good luck with your exams!
24.04.2015
Sýningin er frumsamin af meðlimum leikhóps MH og hefur því aldrei verið sýnd áður!
Sýningin verður sýnd í leikaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð, Undirheimum.
Gengið er inn fyrir aftan skólann í gegnum járnhlið.
Takmörkuð sæti í boði á hverja sýningu.
Miðapantanir og fyrirspurnir skulu sendast á leikfelag@nfmh.is
20.04.2015
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kórfélagar halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um kl.16.00. Á milli
tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna.
Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og fleira til þess að skemmta yngstu kynslóðinni.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.
09.04.2015
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11. - 13. apríl
nk.
Laugardaginn 11. apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15.
Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika, í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14 og í Djúpavogskirkju kl. 20 auk
þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði.
Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar
kl.10 í Hafnarkirkju og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á
Skógum kl. 20.
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana.
Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi
kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið
1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason.
Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk...
08.04.2015
Miðvikudagurinn 8. apríl er fyrsti kennsludagur eftir páska.
27.03.2015
Mánudag og þriðjudag í dymbilviku, 30. og 31. mars, verður skrifstofa skólans opin frá
kl.10:00 til kl. 14:00. Eftir páska verður skrifstofan opin frá og með þriðjudeginum 7. apríl á auglýstum skrifstofutíma. Kennsla hefst svo
miðvikudaginn 8. apríl.
Gleðilega páska!
12.03.2015
Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir 13.
apríl. Próftafla vorannar 2015
12.03.2015
Hér var líf og fjör á opnu húsi miðvikudaginn 11. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum
þeirra. Björg náms- og starfsráðgjafi sá til þess að skipulagið og umgjörðin væri góð og nemendafélagið um
kynnisferðir um skólann. Við þeim tók svo vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks og
stjórnenda. Kórinn sá um fallegan söng undir stjórn Þorgerðar og Ingvar matreiðslumeistari um fagurlega framreidda ávexti og kaffi.
Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra gesta og heimafólks.
Kærar þakkir fyrir komuna!
11.03.2015
Miðvikudaginn 11. mars verður opið hús í MH frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn
þeirra. Í opnu húsi verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt.
Námstjórar, kennarar, stjórnendur og náms- og
starfsráðgjafar munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við
skólann.
Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga
á nám hér í M.H.
Nemendur kynna félagslíf nemenda og NFMH. Leiðsögn nemenda um skólann kl. 17:10, 17:25, 17:40, 18:15, 18:30 og
18:45.
Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur kl. 18:00