Fréttir

Stúdentsefni vorannar

Allir sem stefna að útskrift í vor eiga að mæta til áfangastjóra eða konrektors í viðtal. Þar verður farið yfir ferilinn og útskriftaráætlun staðfest. Þetta þarf að gerast sem allra fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 26. janúar.

Skólafundur NFMH

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð heldur skólafund á sal kl. 11:10 - 12:10 í dag 13. janúar. Kennsla fellur niður á sama tíma.

Umsóknir um viðbótaráfanga í stundatöflu

Þeir sem sem luku a.m.k. 17 einingum og voru með yfir 8 í skólasókn á síðustu önn geta sótt um viðbótaráfanga í töflu fram til þriðjudagsins 13. janúar. Yfirlit fyrir framan st. 34.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar.

Stundatöflur vorannar 2015 - Timetables spring 2015

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu um helgina eða eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 laugardaginn 3. janúar. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before noon on January 3rd. Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is Click on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð vor 2015. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar. Teaching will start on Thuesday January 6th. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist/námsgagnalisti is accesible in Inna.

Skrifstofa um hátíðar - Office hours during the holidays

Skrifstofa skólans verður opin frá 11:00 til 13:00 eftirtalda daga um hátíðirnar: mánudaginn 22. desember þriðjudaginn 30. desember föstudaginn 2. janúar Mánudaginn 5. janúar verður skrifstofan opnuð á hefðbundnum tíma kl. 8:30. The office will be open from 11 am to 1 pm on the following days during the holidays: Monday December 22nd Thuesday December 30th Friday January 2nd On Monday January 5th the office will be open as usual from 8:30.

Brautskráning stúdenta laugardaginn 20. desember frá kl. 14:00 - 16:00

Brautskráning stúdenta verður laugardaginn 20. desember á Miklagarði hátíðarsal skólans frá 14:00 - 16:00. Að henni lokinni verður sameiginleg myndataka stúdenta og rektors.

Aðgangi að Innu hefur verið lokað

Aðgangi að Innu hefur verið lokað vegna stundatöflugerðar. Opnað verður aftur þegar töflur eru tilbúnar milli jóla og nýárs. Fylgist með á heimasíðu MH þegar nær dregur.

Staðfesting á vali og prófasýning/confirmation of course selection and viewing of test papers

Einkunnir verða aðgengilegar í Innu eftir kl. 16:00  þriðjudaginn 16. desember. Í framhaldi af því er hægt að staðfest val fyrir næstu önn. Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals,  listi yfir áfanga í boði (available courses) á vorönn og listi  yfir áfanga sem falla niður eða breytast (DANS3DF05 verður DANS3CV05). Dagskrá staðfestingardags miðvikudaginn 17. desember: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00 Prófasýning dagskóla og öldungadeildar verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.  Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. After 4 o´clock on  Dec. 16th students can access their grades in Inna and confirm their course selection for next term. List of available courses for spring term Timetable on course selection day Wednesday Dec. 17th.: Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Skólagjöld vorannar 2015 - School fees spring 2015

11. desember birtist reikningur vegna skólagjalda fyrir vorönn 2015 í heimabanka nemenda eða forráðamanna. Eindagi á greiðslu skólagjalda er 19. desember. Eftir eindaga leggst á vanskilagjald kr. 1500. Auk þess birtist reikningur vegna nemendafélagsgjalda 4.000 kr. á önn en þau gjöld eru valfrjáls. Að venju má gera ráð fyrir að stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöldin verði aðgengilegar einhvern tíma milli jóla og nýárs (fylgjast með á www.mh.is). Minnt er á að einungis eru tveir og hálfur virkur dagur milli hátíðanna og að upplýsingar frá bönkum berast ekki til MH (eða Innu) fyrr en á næsta virka degi eftir greiðslu. An invoice for school fees for spring 2015 has been sent to the students or guardians online bank account. After Dec. 19th a late fee of 1500 kr. will be added. You will also see an invoice for the Students union but that is optional. Students timetables should be ready between Christmas and New Years (information on www.mh.is later). Only those that have payed the school fees will have online access. Please note that there are only two and a half work days over the holidays and the school only receives payments updates on the next work day after bankpayment.