Fréttir

Októberlota

Fyrsti dagur í Októberlotu fer af stað með göngu frá MH kl. 9:00 undir stjórn íþróttakennara skólans. Kl. 12:40 hefst fyrsta kennslustund dagsins og þá er kennt skv. stundatöflu mánudags, langi tíminn sem ætti að hefjast kl. 14:15 en hefst í dag kl. 12:40. Ef einhver er í vafa um það hvert hann á að fara þá ættu allar upplýsingar að vera á Innu og svo er einnig hægt að kíkja við á skrifstofunni og fá aðstoð.

Bleikur dagur í MH

Á heimasíðu átaksins fyrir bleikan október stendur: "Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu." Í dag er bleikur dagur í MH

Haustferð IB-nema / Annual IB Student Trip

Dagana 4.-5. október fóru IB-nemar í árlega haustferð og að þessu sinni var farið á Þingborg í Árnessýslu. Ferðin er hugsuð sem hópefli en tæplega 60 nemendur fóru í ferðina. Þess má geta að á haustönn stunda 90 nemendur nám á IB-braut skólans. During 4th to 5th of October the IB-students went on an annual fall trip and this time they went to Þingborg in Árnessýsla. The trip is a team building effort, with almost 60 students participating. During fall semester, 90 students are registered in the IB-program.

Valvika 7. - 11. október / Course selections

Valvika hófst í dag mánudaginn 7. október. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn. Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Miðannarmat birtist líka í dag fyrir nemendur fædda 2003 og seinna. Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.

Aðalfundur foreldrafélags MH

Foreldrafélag MH verður með aðalfundinn sinn miðvikudaginn 2. október og vonum við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Á fundinum verður farið yfir starfsemi foreldrafélags MH, Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur um jákvæð samskipti og verða veitingar í boði félagsins. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á síðu félagsins.

Íþróttir og útivist

Nemendur í fjallgönguáfanganum LÍKA2CG01 fara í nokkrar göngur á hverri önn. Þessi mynd fangar augnablikið þegar veðrið er upp á sitt besta og göngugarparnir njóta góðs af.

Rafhleðslustöðvar - til að hlaða rafbíla

Við í MH höfum fengið rafhleðslustöðvar fyrir framan skólann okkar í samstarfi við Ísorku. Þar gefst rafbílaeigendum tækifæri á að hlaða bílana sína. Uppsetning hleðslustöðvanna er liður í því að fylgja eftir umhverfisstefnu skólans og hvetja til umhverfisvænni samgangna. Margir MH-ingar, bæði nemendur og starfsfólk, keyra um á rafbílum og við gleðjumst yfir því að þeir geta núna hlaðið bílana sína. Við viljum ítreka það að stæðin eru einungis ætluð til þess að hlaða bílana, ekki geyma þá.

Glíma í lífstíl og heilsu

Nemendur í áfanganum lífstíll og heilsa fengum skemmtilega heimsókn í gær. Þá mættu tvær hressar stúlkur frá Glímusambandi Íslands og kynntu þjóðaríþrótt Íslendinga, glímuna, fyrir nemendum.

Bókasafnsdagurinn

Bókasafnið í MH er hlýlegur staður sem tekur vel á móti öllum þeim sem þangað leita. Í dag býður Ásdís upp á bækur og með því og er um að gera að fara á safnið og kanna hvað er í boði.

Hallgrímur gefur tóninn.

Á útskrift vor 2019 gáfu 40 ára stúdentar skólanum nokkrar myndir. Þær hafa nú fengið pláss á veggjum skólans. Hér gefur Hallgrímur Helgason tóninn í morgunsárið sem á kannski vel við daginn eftir velheppnað nýnemaball og örlítil þreyta er í nemendum. Það er kjörið tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn að skoða myndirnar á foreldrakynningunni í kvöld sem hefst kl. 19:30